Námskeið

Við bjóðum upp á fjölbreytt námskeið fyrir einstaklinga og starfsmannahópa í notalegu lærdómsumhverfi á Vinnustofu Sögu.

Við sérsníðum einnig fræðslu, starfsdaga og fyrirlestra að þörfum ólíkra hópa hvað varðar áherslur, tímalengd og staðsetningu í samráði við stjórnendur. Svo er Vinnustofa Sögu líka tilvalin funda- og fræðsluaðstaða fyrir þá sem vilja skipta um umhverfi.

Staldra við – Náttúrunámskeið við streitu

Fræðsla – Kyrrðargöngur – Djúpslökun. Námskeið fyrir alla þá sem upplifa áreiti, þreytu og streitu í lífi og/eða starfi og hafa þörf fyrir að staldra við í hraða hversdagsins og öðlast endurheimt.

10. janúar 2022 | Mánudagur | Miðvikudagar | Föstudagar | kl. 9:00 - 12:00

7. febrúar 2022 | Mánudagur | Miðvikudagar | Föstudagar | kl. 9:00 - 12:00

Staldra við – Framhaldsnámskeið

Framhaldsnámskeið þar sem við höldum áfram að vinna með heilandi áhrif náttúru á streitu og kulnun. Námskeiðið hentar öllum þeim sem lokið hafa grunnnámskeiði.

7. febrúar 2022 | Mánudagur | Miðvikudagur | Föstudagur kl. 13:00

Time to reflect – Nature based stress management course

Nature based course for people who experience negative effects of stress on their health and quality of life and need time to reflect and acquire tools to strenghten resilience, energy and health recovery.

1. febrúar 2022 | Þriðjudagar og fimmtudagar Kl. 13:00

Veistu hvað þú vilt?

Námskeið fyrir ungt fólk 18-30 ára sem vill efla félagsfærni fyrir nám og starfsvettvang, þekkja eigin ábyrgð á lífsgæðum, þekkja styrkleika sína og langanir og skapa sér framtíðarsýn.

8. mars 2022 | Þriðjudagar og fimmtudagar | Kl. 10:00

Djúpslökun

Höfum bætt við tímum í hádeginu á miðvikudögum. Djúpslökun með aðferðum Yoga Nidra og Gong tónheilun er leidd hugleiðsla sem byggir á aldagamalli austrænni hugleiðsluhefð. Einföld og áhrifarík leið til að vinda ofan af streitu og spennu.    

Mánudagar kl. 16:30 l Miðvikudagar kl. 12:15

Næring í starfi – Vinnustofa | Djúpslökun

Langar þig að efla lífsgæði í starfi? Vera meðvituð/meðvitaður um það sem nærir þig? Huga að hvíld og endurheimt í daglegu lífi? Vinnustofa um núvitund og næringu í starfi sem lýkur með endurheimt og djúpslökun undir teppi. Hentar fyrir einstaklinga og starfsmannahópa.

Miðvikudaginn 2. febrúar 2022

Fólk fyrir Fólk

Starfar þú við að þjónusta annað fólk? Að þjónusta fólk er bæði gefandi og krefjandi. Þar ert þú verkfærið sem brýnt er að hlúa vel að. Á námskeiðinu gefst þér rými til að huga að leiðum sem sporna gegn álagi og streitu á krefjandi tímum með því að skoða það sem nærir þig í daglegu starfi.

Eftir samkomulagi

Lífsgæði í leikskólastarfi Vinnustofur

Lífsgæði í leikskólastarfi er fræðslupakki sem inniheldur 3 mismunandi vinnustofur með áherslu á að efla lífsgæði í starfi og leita leiða til að takast á við álag og streitu í bæði krefjandi og gefandi starfsumhverfi.

Eftir samkomulagi

Starfsdagar

Starfsdagar eru mikilvægt tækifæri fyrir vinnustaði til að staldra við, stilla saman strengi, setja fókus á það sem skiptir máli og horfa til framtíðar með framþróun í huga. Við sérsníðum starfsdaga að ykkar þörfum með áherslu á lífsgæði í lífi og starfi.

Eftir samkomulagi