Námskeið

Við bjóðum upp á fjölbreytt námskeið fyrir einstaklinga og starfsmannahópa í notalegu lærdómsumhverfi á Vinnustofu Sögu.

Við sérsníðum einnig fræðslu, starfsdaga og fyrirlestra að þörfum ólíkra hópa hvað varðar áherslur, tímalengd og staðsetningu í samráði við stjórnendur. Svo er Vinnustofa Sögu líka tilvalin funda- og fræðsluaðstaða fyrir þá sem vilja skipta um umhverfi.

Lífsgæði í starfi Vinnustaðir

Lífsgæði í starfi er fræðslupakki fyrir fyrirtæki og stofnanir sem inniheldur mismunandi vinnustofur með áherslu á að efla vellíðan í vinnunni (wellbeing). Hægt er að velja vinnustofur að vild. Sérsníðum einnig að þörfum starfsstaða.

Eftir samkomulagi

Með marga bolta á lofti – Fæðingarorlofið og vinnumarkaðurinn

NÝTT í samvinnu við Þekkingarmiðlun: Það getur verið bæði spennandi og krefjandi að vera með marga bolta á lofti bæði í einkalíf og á vinnumarkaði. Þegar lífið stækkar og lítið barn bætist við veröldina fjölgar boltunum umtalsvert.  

27. og 29. september, kl. 9:00-12:00 / Hægt að panta fyrir starfsmannahópa

Staldra við – Náttúrunámskeið við streitu

Fræðsla – Kyrrðargöngur – Djúpslökun. Námskeið fyrir alla þá sem upplifa áreiti, þreytu og streitu í lífi og/eða starfi og hafa þörf fyrir að staldra við í hraða hversdagsins og öðlast endurheimt.

3. október 2022 | Mánudagur | Miðvikudagar | kl. 9:00 - 12:00

Staldra við – Framhaldsnámskeið

Framhaldsnámskeið þar sem við höldum áfram að vinna með heilandi áhrif náttúru á streitu og kulnun. Námskeiðið hentar öllum þeim sem lokið hafa grunnnámskeiði.

12. september 2022 | Mánudagur | Miðvikudagar | Föstudagar | kl. 13:00 - 16:00

Djúpslökun

Frábært leið fyrir starfsmannahópa og aðra hópa: Djúpslökun með aðferðum Yoga Nidra og Gong tónheilun er leidd hugleiðsla sem byggir á aldagamalli austrænni hugleiðsluhefð. Einföld og áhrifarík leið til að vinda ofan af streitu og spennu.    

Pop-up djúpslökunartímar / Eftir samkomulagi fyrir hópa

Starfsdagar

Starfsdagar eru mikilvægt tækifæri fyrir vinnustaði til að staldra við, stilla saman strengi, setja fókus á það sem skiptir máli og horfa til framtíðar með framþróun í huga. Við sérsníðum starfsdaga að ykkar þörfum með áherslu á lífsgæði í lífi og starfi.

Eftir samkomulagi