Lífsgæði í leikskólastarfi er fræðslupakki fyrir starfsfólk leikskóla sem inniheldur ólíkar vinnustofur með áherslu á vellíðan í vinnunni (wellbeing). Það er mikilvægt að hafa leiðir til að hlúa að og efla starfsfólk í gefandi en jafnframt krefjandi vinnuumhverfi leikskóla.
Tugir leikskóla hafa nýtt þennan vinsæla fræðslupakka. Hægt er að velja eina eða fleiri vinnustofur að vild. Um er að ræða fjölbreyttar leiðir til að hlúa að starfsfólki, öðlast verkfæri og vekja vitund um jákvæða heilsu, starfsorku, endurheimt og streitulosun. Hvernig getum við aukið lífsgæði í starfi?
Allar vinnustofur má lengja, stytta og aðlaga að þörfum starfsstaða. Hægt er að sérvelja veitingar fyrir starfsmannahópa. Saga býður einnig upp á fyrirlestra tengdum vinnustofunum og fleiri áherslum sem geta stutt við starfsmannahópinn þinn.
Við getum stutt við þinn heilsueflandi vinnustaður, fáðu tilboð í heilsueflandi fræðslupakka fyrir lengra tímabil.
Vinnustofa 1
Samskipti, og liðsheild
Hver starfstaður er á vegferð þar sem landslagið er fjölbreytt og veðrið allskonar. Á þeirri vegferð er mikilvægt að staldra við öðru hvoru og stilla saman strengi, þétta raðirnar og taka upp úr bakpokanum: Hvað erum við ánægð með? Hvað má bæta? Hvað getum við skilið eftir? Skemmtileg hópavinna þar sem draumavinnufélaginn lætur sjá sig.
Tímalengd: 2 klst.
Vinnustofa 2
Núvitund og næring í starfi, djúpslökun
Vinnustofa þar sem við beinum athyglinni að því sem nærir þig í vinnunni, allt frá fyrsta kaffibollanum að tilgangi í starfi. Hvað nærir þig? Hvað veitir þér orku? Mikilvægt er að missa ekki sjónar af þessum þáttum í hraða og álagi hversdagsins því þarna felst starfsorkan og starfsánægjan. Vinnustofan lýkur með notalegri djúpslökun fyrir starfsmannahópinn.
Tímalengd: 2 klst.
Vinnustofa 3
Styrkleikar og starfsorka
Afhverju er mikilvægt fyrir þig að þekkja styrkleika þína og samstarfsfólks þíns? Á þessari vinnustofu tekur starfsfólk styrkleikapróf og fræðist um áhrif styrkleika og flæðis (flow theory) á jákvæða heilsu, starfsorku, streitulosun og vellíðan í vinnunni. Hvað finnst þér gott að gefa?
Tímalengd: 2 klst.
Vinnustofa 4
Vinnuvistfræði og áhrif umhverfis á líðan
Vinnuumhverfi hefur áhrif á starfsorku og vellíðan í vinnunni. Á þessari vinnustofu beinum við athygli að styrkleikum í vinnuumhverfi vinnustaðarins, möguleika hvers og eins á að hafa áhrif á vinnuumhverfið og hugum að vinnustellingum og lífsgæðum í starfi.
Tímalengd: 2 klst.
Kennsluaðferðir: Fjölbreyttar kennsluaðferðir með áherslu á virka þátttöku og hlýja og nærandi upplifun í notalegu lærdómsumhverfi. Vinnustofurnar eru einnig í boði inni á starfsstöðum.
Ath. verð fer eftir tímalengd og stærð hópa