Um okkur

Saga – Story House sameinar reynslu okkar, þekkingu, hugmyndafræði og ástríður og gefur okkur tækifæri til að skapa nærandi hluti með góðu fólki á hverjum degi.

Nafnið Saga er tilvísun í bæði fólk og sögur. Við höfum alla tíð unnið með fólki og fátt hefur snert okkur dýpra eða kennt okkur meira en lífssögur fólks. Saga – Story House býður upp á valdeflandi vettvang fyrir fólk og fyrirtæki:  Hvernig viltu skrifa þína sögu? Sögu fyrirtækisins þíns? 

Guðbjörg

Guðbjörg Björnsdóttir er iðjuþjálfi að mennt með MA-diploma í jákvæðri sálfræði auk þess að vera með Yoga Nidra kennararéttindi. Hún hefur áratuga reynslu af að starfa við endurhæfingu innan heilbrigðiskerfisins bæði hér heima og í Danmörku.  Guðbjörg hefur starfað með öllum aldurshópum og býr yfir víðtækri reynslu af að leiða og þróa teymisvinnu auk stjórnunarreynslu. Hún hefur einnig verið sjálfstætt starfandi með eigin stofu við ráðgjöf og þjálfun.

Ingibjörg

Ingibjörg Valgeirsdóttir er með MBA, MA-diploma í jákvæðri sálfræði, BA. Í uppeldis- og menntunarfræðum, Yoga- og Yoga Nidra kennararéttindi. Hún hefur áralanga víðtæka stjórnunarreynslu, m.a. sem sveitarstjóri, hafnarstjóri, framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilis og unglingaathvarfs. Ingibjörg hefur í gegnum tíðina samhliða unnið við háskólakennslu, verkefnastjórnun og þjálfun einstaklinga og starfsmanna- hópa bæði hér heima og erlendis, m.a. í gegnum eigið fyrirtæki.