Vinnuumhverfi

Saga  Story House veitir ráðgjöf varðandi vinnuvistfræði og áhrif umhverfis á líðan og aðstoðar við breytingar á rýmum með það að markmiði að auka vellíðan í vinnu (wellbeing). 

Hvernig getur umhverfi stutt við starfsorku, endurheimt og streitulosun? Umhverfið hefur áhrif á iðju okkar og athafnir og er mikilvægur þáttur þegar horft er á árangur og lífsgæði í starfi.  

 

VINNUVISTFRÆÐI gengur út á samspil manns og umhverfis þar sem markmiðið er að einstaklingnum líði sem best við iðju sína. Réttar vinnustellinga og það að standa reglulega upp yfir daginn skiptir máli. En vinnuvistfræði fjallar um miklu meira en það. 

Óíkir  umhverfisþættir hafa áhrif á heilsu okkar og  líðan í starfi. Við metum og skoðum vinnuumhverfið í víðum skilningi útfrá þörfum, tækifærum og starfsemi fyrirtækja þar sem markmiðið er að skapa heilsueflandi vinnuumhverfi sem styður við vellíðan starfsfólks jafnt líkamlega sem andlega. 

Við bjóðum upp á ráðgjöf varðandi vinnuumhverfi og tökum einnig að okkur að leiða breytingar á einstökum rýmum eða starfsstöðum í heild. 

Vinnuvistfræði, Biophilic Design, endurheimt og streitulosun er leiðarljós í okkar þjónustu og fagurfræðin ávallt í forgrunni.