VeisluSaga

Vinnustofa Sögu er bæði hrá og hlýleg og býður upp á skemmtilega  veislu- og viðburðaupplifun.  Vinnustofan getur líka verið hentug sem fræðslu- eða fundaraðstaða. 

Verið innilega velkomin að hafa samband og koma og skoða. 

Skapaðu þína sögu í eftirminnilegu umhverfi. 

Lýsing

Vinnustofa Sögu er á 2. hæð í snyrtilegu tvílyftu húsi með lyftu við Flatahraun 3 í Hafnarfirði.  Aðgengi er þægilegt og næg bílastæði fyrir framan og aftan húsið. 

Vinnustofan er hrá og hlýleg og heldur vel utan um bæði smærri og stærri hópa. Í veislum á Sögu er  boðið upp notalega upplifun með ólíkum setkrókum sem skapa fallegt flæði í rýminu. Gestir hafa ítrekað haft á orði hvað það sé gott að vera á Sögu. 

Verðskrá 

Salur 
Veislur eða viðburðir fyrir allt að 100 manns

–  Innifalið: Uppsetning og frágangur á vinnustofu, kaffi, te og þrif á gólfum og salernum. 

– Á Vinnustofu Sögu er uppþvottavél og borðbúnaður fyrir kökur og smárétti. Það er ekki eldavél á staðnum. 

– Hægt er að kaupa veisluþjónustu sérstaklega fyrir aðstoð við veitingar, uppvask og frágang á borðbúnaði og rusli. 

Verð kr. 120.000
Staðfesta þarf bókun með því að greiða kr. 35.000. 
Staðfestingargjald er óafturkræft. 

Fræðsla og fundir 
Tilboð eftir umfangi, fjölda og tímalengd

Veislu- og viðburðaþjónusta
Starfsfólk – Tilboð eftir tímalengd 
Skreytingar – Tilboð eftir umfang