Staldra við – Fjarnámskeið NÝTT

NÝTT netnámskeiðið sem hentar fólki sem upplifir neikvæð áhrif álags og streitu á líðan og lífsgæði og langar til að öðlast þekkingu, reynslu og verkfæri sem styðja við jákvæða heilsu.

Lýsing

Fyrir hverja?
Námskeiðið hentar fólki sem upplifir neikvæð áhrif álags og streitu á líðan og lífsgæði og langar til að öðlast þekkingu, reynslu og verkfæri sem styðja við jákvæða heilsu. Lögð er áhersla á gagnreyndar leiðir sem aðgengilegt er að yfirfæra yfir á daglegt líf.Markmið með námskeiðinu er tvíþætt:
• Þátttakendur öðlist fræðilega þekkingu og beina reynslu af ólíkum þáttum sem stuðla að jafnvægi í daglegu lífi og hafa jákvæð áhrif á heilsu og lífsgæði.
• Þátttakendur öðlist fræðilega þekkingu og beina reynslu af aðferðum sem stuðla að vellíðan, streitulosun og endurheimt í gegnum einfaldar öndunaræfingar, leiddar núvitundargöngur og djúpslökun.
.
Uppbygging námskeiðs
Hver tími er þríþættur:1. Fræðsla/verkefnavinna
Fjallað er um eftirfarandi áherslur:
1. Streita, streituviðbrögð, jákvæð/neikvæð streita, endurheimt
2. Nærandi skynjun – skynúrvinnsla, áhrif skynjunar á daglegt líf, núvitund
3. Nærandi athafnir – jafnvægi í daglegum athöfnum, flæðiskenningin, endurheimt í athöfnum,
4. Langanir – innsæi í eigin þarfir, tilgang og framtíðarsýn
5. Næring í starfi – starfsánægja, starfsorka, stefnumótun, vinnuvistfræði
6. Ábyrgð – ábyrgð í eigin lífi
7. Bandamenn – mikilvægi tengsla, bjargráð
8. Samantekt, ígrundun, umræður2. Kyrrðargöngur – Núvitundargöngur í náttúrunni
Fjallað verður um jákvæð áhrif náttúru á líðan og heilsu út frá rannsóknum. Þátttakendur fá leiðbeiningar um hvernig þeir geta farið í rólega núvitundargöngu í náttúrunni á milli tíma. Hvatt verður til þess að ganga með ólíkri náttúru og áhrif þess ígrunduð í hópum.3. Djúpslökun
Í lok hvers tíma er þátttakendum boðið upp á leidda djúpslökun með gagnreyndum aðferðum þar sem áhersla er lögð á streitulosun og endurheimt.Kennsluaðferðir
Stuðst er við fjölbreyttar kennsluaðferðir með áherslu á virka þátttöku.
Hugmyndafræði

Stuðst er við hugmyndafræði iðjuþjálfunar, jákvæðrar sálfræði, kenningar um áhrif náttúru á líðan, hugmyndafræði reynslunáms (Experiental Learning),  og núvitundarþjálfun.

Tímasetning: Mánudagar og miðvikudagar 13:00-15:00, alls 8 skipti

Vitnisburður þáttakenda

Verð:

68.480kr.

Kennarar

Guðbjörg Björnsdóttir MA diplóma í jákvæðir sálfræði | Iðjuþjálfi | Yoga Nidra kennararéttindi
Ingibjörg Valgeirsdóttir MA diplóma í jákvæðir sálfræði | MBA | BA Uppeldis- og menntunarfræði | Yoga- og Yoga Nidra kennararéttindi

Tímasetning

6. mars | Mánudagar og miðvikudagar kl. 13:00-15:00

Tímalengd

4 vikur | 16 klst.

Staðsetning

Netnámskeið

Verð

68.480kr.
Stéttarfélög hafa tekið þátt í kostnaði vegna þátttöku á þessu námskeiði. Við hvetjum þig til að kanna möguleika hjá þínu stéttarfélagi.
Facebook