Vellíðan eftir vinnu

Viltu leyfa okkur að dekra við þig í dagsins önn?  Þá er Vellíðan eftir vinnu fyrir þig:
Léttar öndunar- og núvitundaræfingar, hugleiðingar um jákvæða heilsu, djúpslökun og Gong tónheilun.

Lýsing

Leyfðu okkur að dekra við þig í dagsins önn. Vellíðan eftir vinnu er námskeið fyrir öll sem vilja hlúa að jákvæðri heilsu. Þú þarft ekkert að gera – bara njóta og vera.

Í hverjum tíma:

Léttar núvitundar- og öndunaræfingar
Leyfðu þér að skilja amstur dagsins eftir og mæta í kyrrðina í augnablikinu hér og nú.

Fræðsla sem styður við vellíðan, streitulosun og endurheimt
Notalegar hugleiðingar um gagnreyndar aðferðir og leiðir sem efla jákvæða heilsu. Gott að taka með í verkfærakistunni inn í veturinn.

Djúpslökun með aðferðum Yoga Nidra og Gong tónheilun
Komdu þér þægilega fyrir á dýnunni og leyfðu okkur að leiða þig inn í djúpslökun og heilandi tóna gongsins í notalegu umhverfi.

Stuðst er við hugmyndafræði iðjuþjálfunar, jákvæðrar sálfræði, núvitundar og yoga nidra. 

Gefðu þér tíma, láttu þér líða!

Vitnisburður þáttakenda

Verð:

19.500kr.

Kennarar

Guðbjörg Björnsdóttir MA diplóma í jákvæðir sálfræði | Iðjuþjálfi | Yoga Nidra kennararéttindi
Ingibjörg Valgeirsdóttir MA diplóma í jákvæðir sálfræði | MBA | BA Uppeldis- og menntunarfræði | Yoga- og Yoga Nidra kennararéttindi

Tímasetning

Þriðjudaginn 7. mars 2023, 4 skipti
17:00-18:15

Tímalengd

4 skipti | Hver tími 75 mínútur

Staðsetning

Vinnustofa Sögu, Flatahraun 3, 2. hæð, 220 Hafnarfjörður

Verð

19.500kr.
Stéttarfélög hafa tekið þátt í kostnaði vegna þátttöku á þessu námskeiði. Við hvetjum þig til að kanna möguleika hjá þínu stéttarfélagi.
Facebook