Yin Yoga með Hrafnhildi Sævars

Finnur þú einhversstaðar fyrir stirðleika og langar til að auka liðleika? Yin Yoga er iðkun sem er styðjandi fyrir alla hreyfingu og hentar fólki á öllum aldri.

Lýsing

Yin Yoga samanstendur að teygjum eða yógastöðum sem eru nálægt jörðinni, sitjandi og liggjandi. Stöðum er haldið í lengri tíma svo hægt sé að ná til bandvefsins, styrkja hann og styðja. Bandvefur er tegund vefjar sem liggur utan um vöðva og bindur aðra vefi saman og styður þá. Í Yin Yoga fer bandvefurinn að gefa eftir, liðamót liðkast og þar með eykst blóðflæði um allan líkamann.

Yin Yoga dregur úr vöðvaspennu og verkjum og hefur jákvæð áhrif á blóðþrýsting. með það að markmiði að efla orkuflæði líkamans og næra djúpvefi líkamans, bein og liðamót

Kenndar eru yogaseríur sem skapa jafnvægi og hafa djúp áhrif til slökunar, streitulosun og styðja við endurheimt.

Fyrir hverja?
Námskeið fyrir öll þau sem vilja efla heilsu og bæta líðan og lífsgæði.  Yin Yoga er fyrir fólk á öllum aldri og hægt að aðlaga æfingarnar, fara dýpra í nuddið eða grynnra allt eftir því hvað hver og einn þarfnast.

Búnaður
Dýnur, púðar og teppi eru til staðar á Vinnustofu Sögu en að sjálfsögðu velkomið að koma með þitt eigið.

Vitnisburður þáttakenda

Verð:

19.900kr.

Kennarar

Hrafnhildur Sævarsdóttir Yogakennari með yfir 700 tíma fjölbreytt kennaranám að baki | Íþrótta- og sundkennari

Tímasetning

Hefst þriðjudaginn 23. apríl 2024
Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 17:00 – 18:00

Tímalengd

8 skipti, 4 vikur

Staðsetning

Vinnustofa Sögu, Flatahraun 3, 2. hæð, 220 Hafnarfjörður

Verð

19.900kr.
Stéttarfélög hafa tekið þátt í kostnaði vegna þátttöku á námskeiðum Sögu. Við hvetjum þig til að kanna möguleika hjá þínu stéttarfélagi.
Facebook