Starfsdagar eru mikilvægt tækifæri fyrir vinnustaði til að staldra við, stilla saman strengi, setja fókus á það sem skiptir máli og horfa til framtíðar með framþróun í huga. Við sérsníðum starfsdaga að ykkar þörfum með áherslu á lífsgæði í lífi og starfi.
Starfar þú við að þjónusta annað fólk? Að þjónusta fólk er bæði gefandi og krefjandi. Þar ert þú verkfærið sem brýnt er að hlúa vel að. Sjálfsþekking er valdeflandi leið til að blómstra í starfi og takast á við álag og streitu á uppbyggilegan hátt.
Markmið
– Að hlúa að fólki sem starfar við að hlúa að öðru fólki.
– Að nemendur læri aðferðir sem stuðla að aukinni sjálfsþekkingu, seiglu og endurheimt til að takast á við álag í starfi á valdeflandi, uppbyggilegan og aðgengilegan hátt.
– Að nemendur geti yfirfært aðferðir og þekkingu á daglegt líf.
Áherslur fræðslu
Teygjusvæðið
Örugga svæðið, teygjusvæðið og hættusvæðið. Módel sem hjálpar þér að skilja sjálfa/n þig, samstarfsfólk þitt og fólkið sem þú þjónustar. Módel sem hægt er að yfirfæra yfir á heimili, starfsstaði og samfélög með áherslu á valdeflandi viðhorf: Hvernig hanna ég mínar áskoranir og endurheimt í daglegu lífi og starfi?
Núvitund í starfi og daglegu lífi
Jákvæð áhrif skynjunar, skynúrvinnslu á líðan og lífsgæði.
Næring í starfi
Að verja starfsorku þína og viðhalda jafnvægi. Huga að leiðum sem sporna gegn neikvæðum áhrifum álags og streitu á krefjandi tímum með því að skoða það sem nærir þig í starfi og gefur endurheimt.
Djúpslökun
Leidd djúpslökun í lok tímans með áherslu á endurheimt og streitulosun.
Hugmyndafræði og kennsluaðferðir
Námskeiðið er byggt á hugmyndafræði iðjuþjálfunarfræða, jákvæðri sálfræði, reynslunáms (experiential learning), umhverfissálfræði og hugmyndafræði djúpslökunar. Notast er við fjölbreyttar kennsluaðferðir með áherslu á virka þátttöku nemenda.
Starfsmannahópar
Fólk fyrir Fólk er einnig í boði fyrir starfsmannahópa, tímasetning og tímalengd sérsniðin að þörfum starfsstaða í samráði við stjórnendur.
Saga - Story House
Flatarhraun 3, 220 Hafnarfirði
Kt. 510119-0100
Banki: 0133-26-020435
saga@sagastoryhouse.is
625 8550 | 625 8560
Fylgstu með og skráðu þig á póstlistann
Cookie | Duration | Description |
---|---|---|
cookielawinfo-checbox-analytics | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Analytics". |
cookielawinfo-checbox-functional | 11 months | The cookie is set by GDPR cookie consent to record the user consent for the cookies in the category "Functional". |
cookielawinfo-checbox-others | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Other. |
cookielawinfo-checkbox-necessary | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookies is used to store the user consent for the cookies in the category "Necessary". |
cookielawinfo-checkbox-performance | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Performance". |
viewed_cookie_policy | 11 months | The cookie is set by the GDPR Cookie Consent plugin and is used to store whether or not user has consented to the use of cookies. It does not store any personal data. |