Staldra við – Framhaldsnámskeið

Framhaldsnámskeið þar sem við höldum áfram að vinna með áherslur sem hafa jákvæð áhrif á heilsu, vöxt og vellíðan, streitulosun og endurheimt. Námskeiðið hentar öllum þeim sem lokið hafa grunnnámskeiði.

Lýsing

Framhaldsnámskeið þar sem við höldum áfram að vinna með heilandi áhrif náttúru á álag og streitu. 

Fyrir hverja?

Námskeiðið hentar öllum þeim sem lokið hafa grunnnámskeiði, Staldra við – Heilandi áhrif náttúru á streitu og kulnun, og vilja öðlast reynslu af áframhaldandi náttúrutengingu og fleiri aðferðum sem geta stuðlað að jákvæðri heilsu.

Uppbygging námskeiðs

  1. Fræðsla/verkefnavinna Unnin verða verkefni þar sem verkfærum, aðferðum og ólíkum leiðum, sem stuðla að jákvæðri heilsu er fléttað inn í dagskrá námskeiðsins.
  2. Náttúrutenging – Heilandi náttúruupplifanir með hægð og hlýju Boðið er upp á náttúrutengingu með áherslu á núvitund og heilandi áhrif á líðan og lífsgæði. Unnið er með fjölbreyttar náttúruupplifanir og kyrrðargöngur með hægð og hlýju. Gengið er að hluta til í þögn þar sem áhersla er lögð á að hvíla í náttúrunni, skynja hana og tengja við eigið innsæi. Notalegur útifatnaður og þægilegir skór styðja við nærandi útiveru.
  3. Slökun, hvíld og léttar núvitundaræfingar Boðið er upp á slökun með aðferðum Yoga Nidra og Metta-hugleiðslu þar sem áhersla er lögð á kyrrð og hvíld í hlýlegu umhverfi. Gerðar verða einfaldar yoga-, öndunar- og núvitundaræfingar þar sem unnið verður að því að tengja núvitund/mindfulness með mýkt og markvissum hætti inn í daglegt líf. Notalegur klæðnaður, hlýjir sokkar og teppi styðja við slökun og hvíld.

Hugmyndafræði

Stuðst er við hugmyndafræði iðjuþjálfunar, kenningar um heilandi áhrif náttúrunnar, hugmyndafræði reynslunáms (Experiental Learning) með mildri nálgun og Yoga Nidra og núvitund.

 

Vitnisburður þáttakenda

,,Það sem ég tek með mér eftir þetta námskeið er innri ró. Ég er mun afslappaðri og rólegri í daglegu lífi. Eitthvað sem ég hélt að ég myndi aldrei finna“.

Námskeiðið fær 10 af 10 mögulegum. Fannst það fullkomin blanda.

Gefandi, nærandi, heilandi, Hjálpaði mér að vinna værðina innra með mér.

Verð:

99.450kr.

Kennarar

Guðbjörg Björnsdóttir iðjuþjálfi | MA diplóma í jákvæðri sálfræði | Yoga Nidra kennararéttindi
Ingibjörg Valgeirsdóttir MBA | MA diplóma í jákvæðri sálfræði | BA uppeldis- og menntunarfræði | Yoga- og Yoga Nidra kennararéttindi

Tímasetning

25. nóvember 2024 | Mánudagar | Miðvikudagar | kl. 13:00 – 16:00

Tímalengd

4 vikur | 24 klst.

Staðsetning

Vinnustofa Sögu | Flatahraun 3 | 2. hæð | 220 Hafnarfjörður

Verð

99.450kr.
VIRK, Vinnumálastofnun og stéttarfélög hafa tekið þátt í kostnaði vegna þátttöku á þessu námskeiði. Við hvetjum þig til að kanna möguleika hjá þínu stéttarfélagi.
Facebook