Ábyrgð – Stjórnendaþjálfun

Hvert fer starfsorkan þín? Það er mikilvægt fyrir stjórnendur nútímans að hafa þekkingu á starsorku, streitustjórnun og endurheimt. Valdeflandi og upplýsandi stjórnendaþjálfun um marglaga áhrif ábyrgðar í daglegu lífi og starfi.

Lýsing

Það er mikilvægt fyrir stjórnendur nútímans að hafa þekkingu á starsorku, streitustjórnun og endurheimt. Í þessari stjórnendaþjálfun verður fókusinn settur á starfsorku og streitustjórnun út frá marglaga áhrifum ábyrgðar í daglegu lífi og starfi.

Ábyrgð
Ábyrgð verður skoðuð út frá ólíkum sjónarhornum: Hvað það getur verið valdeflandi og orkugefandi að taka ábyrgð, hvernig stjórnendum og starfsfólki getur vantað aukna ábyrgð til að njóta sín til fulls, hvernig óskýr ábyrgð getur haft streituvaldandi áhrif í starfi og hvað það að gefa frá sér ábyrgð getur verið mikil áskorun. Fjallað verður um hvernig of mikil ábyrgðartilfinning getur leiðst yfir í stjórnsemi og meðvirkni og hvernig ímynduð, huglæg ábyrgð getur verið streituvaldandi.

Stjórnendaþjálfunin er valdeflandi og upplýsandi upplifun með virkri þátttöku. Hún styður við jákvæða heilsu og lífsgæði í lífi og starfi.

Ávinningur/markmið
Aukin meðvitund um starfsorku og streitustjórnun bæði stjórnenda og starfsfólks
Að stjórnendur verði meðvitaðri um  marglaga áhrif ábyrgðar í daglegu lífi og starfi

Kennarar eru eigendur Saga Story House og búa yfir víðtækri menntun, áratuga stjórnunarreynslu og sérhæfingu í starfsorku, streitustjórnun og endurheimt á vinnumarkaði.

Boðið verður upp á léttar veitingar í fallegu umhverfi á Vinnustofu Sögu.

 

Vitnisburður þáttakenda

Verð:

19.800kr.

Kennarar

Guðbjörg Björnsdóttir MA diplóma í jákvæðir sálfræði | Iðjuþjálfi | Yoga Nidra kennararéttindi
Ingibjörg Valgeirsdóttir MBA | MA diplóma í jákvæðir sálfræði | BA Uppeldis- og menntunarfræði | Yoga- og Yoga Nidra kennararéttindi

Tímasetning

Fimmtudaginn 18. apríl 2024
Kl. 10:00 – 12:00

Tímalengd

2 klst.

Staðsetning

Verð

19.800kr.
Stéttarfélög hafa tekið þátt í kostnaði vegna þátttöku á námskeiðum og þjálfun hjá Sögu. Við hvetjum þig til að kanna möguleika hjá þínu stéttarfélagi.
Facebook