Staldra við á Ströndum 24. – 26. apríl – Uppselt

Á meðan Áslaug Snorradóttir listakokkur galdrar fram töfrandi veitingar handa þér á Hótel Laugarhóli, þá nýtur þú þess að Staldra við í fegurðinni norður á Ströndum, fræðast, nærast og hlúa að líkama og sál. Verkfæri sem við viljum öll hafa í verkfærakistunni!

Snemmskráningargjald til 5. mars 2024.

Lýsing

Vöðvabólga? Svefnleysi? Einbeitingarskortur? Áhyggjur?
Við þekkjum eflaust öll eitthvað af þessum einkennum og þekkjum jafnvel líka hvernig neikvæð streita getur haft áhrif á starfsorku okkar og heilsu. Staldra við námskeiðið er með virkri þátttöku og fjallar um gagnreyndar aðferðir og leiðir sem styðja við streitulosun, endurheimt, starfsorku og jákvæða heilsu. Staldra við á Ströndum byggir á efni af bæði grunn- og framhaldsnámskeiði Staldra við námskeiða Sögu.

Dagskrá námskeiðsins er fléttað saman í fallegu flæði sem hefst miðvikudaginn 24. apríl. kl. 19:00 og lýkur föstudaginn 26 .apríl kl. 13:30:

– Fræðsla
– Hugleiðsla, núvitund
– Mjúkt yogaflæði
– Djúpslökun með aðferðum Yoga Nidra
– Flot í vatni
– Kyrrðargöngur, leiddar núvitundargöngur í náttúrunni.

Þátttakendur öðlast bæði þekkingu og reynslu af gagnreyndum leiðum sem styðja við:
– Heilaheilsu
– Líkamlega heilsu
– Andlega heilsu

Steita ekki að yfirgefa vinnumarkaðinn
Streitan er ekki að fara að yfirgefa vinnumarkaðinn. Sem betur fer ekki! Hið fullkomna viðbragðskerfi líkamans hefur hjálpað okkur að lifa af sem mannkyn. Góð blanda af einbeitingu, drifkrafti og atorku er uppskriftin af því að láta verkin tala, ná markmiðum og árangri og upplifa bæði starfsorku og starfsánægju. Ef hlutföllin í uppskriftinni eru nokkuð góð þá er orðið streita trúlega fjarlægt þér. Ef jákvæð streita fer hinsvegar að þróast yfir í neikvæða streitu þá eru líkur á því að þú upplifir áhrif hennar á eigin skinni ekkert sértaklega vel. Sem er allt í lagi í smástund – eða þangað til að hún fer að hafa áhrif á heilsu þína til lengri tíma.

Neikvæð áhrif streitu
Sterkasta vopnið gegn neikvæðum áhrifum streitu á heilsu og lífsgæði í lífi og starfi er að taka ábyrgð á eigin heilsu, vera vakandi yfir eigin streituviðbrögðum og vita hvað virkar best fyrir þig. Neikvæð áhrif streitu eru mjög ólík milli einstaklinga. Svefnleysi, vöðvabólga, stoðkerfisverkir, einbeitingarskortur, minnisleysi, pirringur, reið, grátgirni, doði, minna félagslegt þol og minna þol fyrir skynáreitum, s.s. birtu og hljóðáreitum, eru dæmi um einkenni sem neikvæð streita getur haft í för með sér. Þrautseigja, dugnaður og metnaður geta haldið okkur lengi gangandi eftir að neikvæð áhrif streitu gera vart við sig og þannig geta þessir styrkleikar okkar leitt til þess að við förum að ganga á okkar eigin heilsu. Því miður þá getum við gengið hættulega langt á hana.

Góðu fréttirnar
Góð fréttirnar eru hinsvegar þær að líkaminn hefur ótrúlega getu til að heila sig sjálfur, ef við gefum honum svigrúm og tækifæri til þess að hlaða batteríin. Stundum þarftu bara að staldra við. Gefa þér tíma til að hlusta og hlúa að og nýta styrkleika þína á nýjan hátt fyrir þig og heilsuna þína. Undanfarna áratugi hefur þekking og þekkingarmiðlun á heilsueflandi leiðum og tækifærum til að takast á við streitu nútímans aukist svo um munar. Með þekkingu á því sem virkar fyrir þig stendur þú sterkari að vígi í áskorunum daglegs lífs.

Tugir hópa
Staldra við – Náttúrunámskeið við streitu er 5 ára gamalt námskeið. Tugir hópa hafa farið í gegnum grunn- og framhaldsnámskeiðið, auk þess sem það hefur verið í boði fyrir enskumælandi þátttakendur og í fjarnámi fyrir þátttakandur á landsbyggðinni.

Rannsókn á áhrifum námskeiðsins
Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands stóð fyrir rannsókn á áhrifum námskeiðsins á þátttakendur. Berglind Magnúsdóttir  er aðalhöfundur rannsóknarinnar og voru niðurstöður jákvæðar eins og sjá má hér: Lokaverkefni: „Náttúran græðir og grætur með mér: Áhrif náttúru á streitu“ | Skemman.

Markmið
– Að þátttakendur öðlist þekkingu og reynslu af gagnreyndum leiðum sem draga úr neikvæðum áhrifum streitu og efla streitulosun og starfsorku

– Að þátttakendur öðlist valdeflandi sjálfsþekkingu á því sem styður við jákvæða heilsu og vellíðan

Hugmyndafræði
Stuðst er við hugmyndafræði iðjuþjálfunarfræða, jákvæða sálfræði, hugmyndafræði reynslunáms (Experiential learning) umhverfissálfræði, núvitundarfræði og fleiri gagnreyndar leiðir sem kennarar hafa áralanga reynslu af að miðla með góðum árangri.

Staðsetning á Ströndum
Sagan á Ströndum er sterk, landslagið hrátt og kyrrðin kröftug. Við ætlum að fara í fangið á fegurðinni og friðsældinni í Bjarnafirði á Ströndum og dvelja í sögulegu umhverfi á Hótel Laugarhóli. Þar ætlar listakokkurinn Áslaug Snorradóttir að töfra fram eftirminnilegar veitingar fyrir okkur og hefst upplifunarveislan með kvöldverði miðvikudaginn 24. apríl kl. 19:00.

Þátttakendur koma sér sjálfir á staðinn og verður hægt að koma sér fyrir á Hótel Laugarhóli frá kl. 17:00. Þau sem koma fyrr geta notið þess að þiggja te og kaffihressingu hjá okkur og geta farið bæði í sundlaugina og náttúrulaugin á Laugarhól. Gist er í 2 – 3 manna herbergjum. Greiða þarf aukalega kr. 15.000 fyrir einstaklingsherbergi.

Verð – SNEMMSKRÁNINGARAFSLÁTTUR 

Verð kr. 99.450. Verðið er það sama og á námskeiðinu sem haldið er á Vinnustofu Sögu og þurfa þátttakendur ekki að greiða aukalega fyrir mat og gistingu nema gist sé í einstaklingsherbergi. Stéttarfélög og starfsstaðir hafa tekið þátt í kostnaði þátttakenda á Staldra við námskeiði Sögu, kannaðu þína möguleika.

ATH: SNEMMSKRÁNINGARAFSLÁTTUR KR. 89.450 til 5. mars

* Ef þú vilt skipta greiðslum vaxtalaust hafðu endilega samband: saga@sagastoryhouse.is

*Ef þú vilt einstaklingsherbergi hafðu endilega samband: saga@sagastoryhouse.is

Vitnisburður þáttakenda

Verð:

Kennarar

Guðbjörg Björnsdóttir MA diplóma í jákvæðri sálfræði | Iðjuþjálfi | Yoga Nidra kennararéttindi
Ingibjörg Valgeirsdóttir MA diplóma í jákvæðir sálfræði | MBA | BA Uppeldis- og menntunarfræði | Yoga- og Yoga Nidra kennararéttindi

Tímasetning

Miðvikudagur 24. apríl kl. 19:00
Föstudagur 26. apríl kl. 13:30

Tímalengd

Dagskrá frá 19:00 á miðvikudegi til 13:30 á föstudegi

Staðsetning

Hótel Laugarhóll, Bjarnafjörður, Ströndum

Verð

Stéttarfélög hafa tekið þátt í kostnaði vegna þátttöku á Staldra við námskeiðum Sögu. Við hvetjum þig til að kanna möguleika hjá þínu stéttarfélagi.
Facebook