Heimspekikaffi með Gunnari Hersveini: Áhrif áfengis á gæði svefns

Gæði svefns í samhengi við áfengi verður til umfjöllunar í heimspekikaffi hjá Saga Story House miðvikudaginn 31. janúar kl. 20. Erla Björnsdóttir sálfræðingur og Gunnar Hersveinn höfundur bókarinnar Vending – vínlaus lífsstíll ræða þá um áhrif áfengis á svefn.

Lýsing

Áfengi dregur úr svefngæðum og deyfir dómgreind, það dreifist um líkamann, það truflar minnið, dregur úr dugnaði, deyfir framheila, sköpunargáfuna og skemmir lifrina. Hvernig er þá best að tileinka sér vínlausan lífsstíl?

Erla Björnsdóttir sálfræðingur er með doktorsgráðu í líf-og læknavísindum frá Háskóla Íslands. Erla hefur haldið fjölda fyrlestra og námskeiða. Erla hefur einnig umsjón með www.betrisvefn.is. Hún hefur skrifað fjölda greina og bækurnar Svefn og barnabækurnar Svefnfiðrildin, Svefninn minn og gefur árlega út dagbókina Munum.

Gunnar Hersveinn heimspekingur er höfundur metsölubókarinnar Gæfuspor – gildin í lífinu, þar sem fjallað er á skýran og gagnlegan hátt um helstu lífs¬gildin. Nýja bókin Vending fjallar um hvað þarf til þegar venda á kvæði sínu í kross. Gunnar var með vinsælt og fjölsótt heimspekikaffi hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur um árabil.

Heimspekikaffið fer þannig fram að Gunnar og Erla eiga samtal um nokkra þætti sem koma við sögu og um áhrif áfengis á hug, heila, svefn og heilsu og opna svo fyrir samtal við gesti.

Öll velkomin, enginn aðgangseyrir.

Vitnisburður þáttakenda

Verð:

0kr.

Kennarar

Gunnar Hersveinn heimspekingur og rithöfundur
Erla Björnsdóttir sálfræðingur og svefnráðgjafi

Tímasetning

Miðvikudaginn 31. janúar kl. 20:00 – 21:30

Tímalengd

1,5 klst.

Staðsetning

Vinnustofa Sögu, Flatahraun 3, 2. hæð, 220 Hafnarfjörður

Verð

0kr.
Facebook