Djúpslökun

Frábært leið fyrir starfsmannahópa og aðra hópa: Djúpslökun með aðferðum Yoga Nidra og Gong tónheilun er leidd hugleiðsla sem byggir á aldagamalli austrænni hugleiðsluhefð. Einföld og áhrifarík leið til að vinda ofan af streitu og spennu.

 

 

Lýsing

Yoga Nidra er leidd djúpslökun sem samanstendur af líkams- öndunar- og núvitundaræfingum. Yoga Nidra þýðir ,,jógískur svefn“ þar sem farið er inn á dýpsta svið slökunar á sama tíma og fullri meðvitund er haldið.

Í Yoga Nidra djúpslökun er hugurinn leiddur markvisst áfram í þeim tilgangi að virkja slökunarviðbragð líkamans til að sporna gegn neikvæðum áhrifum streitu á heilsu og lífsgæði. Markmið/Ávinningur

Yoga Nidra djúpslökun losar um spennu og streitu, dregur úr vöðvaspennu og verkjum og hefur jákvæð áhrif á blóðþrýsting. Djúpslökunin styrkir jafnframt taugakerfið, bætir svefn og einbeitingu og styður við hvíld og endurheimt. Fyrir hverja?

Námskeið fyrir alla þá sem vilja efla heilsu og bæta líðan og lífsgæði. Yoga Nidra er aðgengileg iðkun, þú liggur undir teppi, lætur fara vel um þig og nýtur leiðsagnar sem leiðir inn í djúpa kyrrð og hvíld í notalegu og nærandi rými á vinnustofu Sögu.

Gott að koma með eigið teppi og púða undir höfuð.

Tilvalið fyrir starfsmannahópa, vinahópa og aðra hópa.

 

Vitnisburður þáttakenda

,,Ég hafði aldrei prófað þetta og kom á óvart hversu mikil slökun þetta er. Finn að mig langar í svona slökun reglulega. Þetta er ekki bara að liggja heldur að geta slakað án þess að hugurinn fari á flug"

Verð:

2.500kr.19.600kr.

Kennarar

Guðbjörg Björnsdóttir | Iðjuþjálfi | Yoga Nidra kennararéttindi
Ingibjörg Valgeirsdóttir | MBA | BA uppeldis- og menntunarfræði | Yoga Nidra kennararréttindi

Tímasetning

Pop-up djúpslökunartímar / Eftir samkomulagi fyrir hópa

Tímalengd

45 mín

Staðsetning

Vinnustofa Sögu, Flatahraun 3, 2. hæð, 220 Hafnarfjörður

Verð

2.500kr.19.600kr.
Facebook