Styrkleikar – Stjórnendaþjálfun

Afhverju er mikilvægt fyrir stjórnendur að þekkja eigin styrkleika og styrkleika samstarfsfólks? Styrkleikar og starfsorka haldast í hendur og hafa áhrif á árangur, starfsánægju og jákvæða heilsu

Lýsing

Á þessari vinnustofu taka stjórnendur styrkleikapróf áður en vinnustofan hefst og mæta með niðurstöðurnar þar sem fókus verður settur á þá fimm styrkleika sem raðast í efstu sætin.

Stjórnendur  fræðast um áhrif styrkleika og flæðis (flow theory) á jákvæða heilsu, starfsorku, streitulosun og vellíðan í vinnunni. Hverjir eru þínir helstu styrkleikar? Hvernig nýtast þeir þér í starfi? Hvernig nýtast þeir þér í krefjandi aðstæðum? Ertu að nýta alla þína helstu styrkleika?

Mikilvægasta verkfæri stjórnandans í starfi er hann sjálfur. Sjálfsþekking er ein öflugasta leiðin til að ná árangri í starfi með öðru fólki. Hvernig getur þú eflt leiðtogahæfni þína og hlúð á sama tíma að lífsgæðum í lífi og starfi? Hvernig getur þú orðið meðvitaðri um styrkleika starfsfólksins þíns og hvaða máli skiptir það?

Stjórnendaþjálfunin er valdeflandi og upplýsandi upplifun með virkri þátttöku. Hún styður við jákvæða heilsu og lífsgæði í lífi og starfi.

Ávinningur/markmið
Aukin meðvitund um tengsl styrkleika og starfsorku  bæði stjórnenda og starfsfólks.

Kennarar eru eigendur Saga Story House og búa yfir víðtækri menntun, áratuga stjórnunarreynslu og sérhæfingu í starfsorku, streitustjórnun og endurheimt á vinnumarkaði.

Boðið verður upp á léttar veitingar í fallegu umhverfi á Vinnustofu Sögu.

 

Vitnisburður þáttakenda

Verð:

19.800kr.

Kennarar

Guðbjörg Björnsdóttir MA diplóma í jákvæðri sálfræði | Iðjuþjálfi
Ingibjörg Valgeirsdóttir MBA | MA diplóma í jákvæðri sálfræði | BA Uppeldis- og menntunarfræði

Tímasetning

Föstudaginn 10. maí kl. 10:00-12:00

Tímalengd

2 klst.

Staðsetning

Vinnustofa Sögu, Flatahraun 3, 2. hæð, 220 Hafnarfjörður

Verð

19.800kr.
Stéttarfélög og starfsstaðir hafa tekið þátt í kostnaði á námskeiðum Saga Story House. Við hvetjum þig til að kanna þína möguleika.
Facebook