Með marga bolta á lofti – Námskeið fyrir barnafólk

Það getur verið bæði spennandi og krefjandi að vera með marga bolta á lofti bæði í einkalíf og á vinnumarkaði. Þegar lífið stækkar og lítið barn bætist við veröldina fjölgar boltunum umtalsvert. Með marga bolta á lofti er námskeið fyrir vinnustaði sem vilja styðja við vellíðan starfsfólks á þessum mikilvægu tímamótum.

 

Lýsing

Þetta námskeið er hugsað fyrir barnafólk og vinnustaði. Fólk í fæðingarorlofi, fólk sem er að hefja vinnu eða nám eftir barneignir, fólk með lítil börn sem vill hlúa að orku, endurheimt og lífsgæðum í þessum stórkostlega lífskafla.  Hafðu samband og skoðum hvernig við getum frætt fólkið þitt.

Áherslur:

  • Lífsgæði í lífi og starfi
    Hvað eru lífsgæði? Hvaða lífsgæði skipta mig mestu máli í lífi og starfi akkúrat núna? Á hverju ber ég ábyrgð? Get ég hvílt einhverja bolta í þessum lífskafla?
  • Orka
    Hvernig hlúi ég að orkunni minni? Starfsorkunni? Lífsorkunni? Hvar liggja styrkleikar mínir og hvernig get ég notað þá á nýjan hátt í nýjum kringumstæðum?
  • Endurheimt
    Hvað er endurheimt? Hvar fæ ég endurheimt og hvernig hanna ég hana inn daglegt líf?
  • Djúpslökun
    Í lok tímanna verður boðið upp á endurnærandi djúpslökun með aðferðum Yoga Nidra og Gong tónheilun. Rannsóknir sýna að Yoga Nidra hefur jákvæð áhrif heilsu og vellíðan, s.s. svefn, blóðþrýsting, spennu, vöðvaverki, taugakerfi og ró.

Ávinningur: Aðferðir og leiðir sem hlúa að jákvæðri heilsu, vellíðan og lífsgæðum og auðvelt er að yfirfæra yfir á líf og starf.

Kennsluaðferðir: Fræðsla, verkefni, ígrundun, umræður

Hugmyndafræði: Iðjuþjálfun og jákvæð sálfræði

 

 

 

Vitnisburður þáttakenda

,,Ég sat námskeiðið Með marga bolta á lofti hjá Saga Story House fyrripart árs 2022 og var þá nýkomin aftur til vinnu eftir fæðingarorlof. Það er mér mikils virði að fyrirtækið sem ég starfa hjá lætur sig það varða að starfsfólk sé andlega undirbúið fyrir að koma aftur til vinnu eftir fæðingarorlof og að það sé skilningur fyrir áskorunum sem því fylgir. Guðbjörg og Ingibjörg taka svo vel og hlýlega á móti manni og umhverfið er róandi. Það er ótrúlega gott og mikilvægt að vera í hópi fólks sem er að upplifa samskonar hluti og ræða um líðan á þessum viðkvæma tíma. Viðfangsefni námskeiðins fær fólk til að stoppa og hugsa um hluti sem ekki hefði annars gefist rými til að hugsa um og hjálpa þannig að halda utan um mann sjálfan og setja sig stundum í fyrsta sæti, sem vill oftast gleymast þegar við erum með ungabarn. Ég mæli með að fyrirtæki fjárfesti í starfsfólkinu sínu sem er að koma aftur til vinnu eftir fæingarorlof og sporna þannig við kulnun sem gæti átt sér stað við að vera með marga bolta á lofti". - Katrín

,,Það var mjög gagnlegt hvernig dögunum var skipt. Ég fann hvað fyrri dagurinn fyllti á andlega tankinn og seinni fyllti á starfstengda tankinn".

. ,,Takk fyrir mig, ég finn að ég er betur undirbúin fyrir það að snúa aftur til vinnu með marga bolta á lofti".

Verð:

36.000kr.

Kennarar

Guðbjörg Björnsdóttir Iðjuþjálfi | MA diplóma í jákvæðri sálfræði | Yoga Nidra kennararéttindi
Ingibjörg Valgeirsdóttir MBA | MA diplóma í jákvæðri sálfræði | BA Uppeldis- og menntunarfræði | Yoga- og Yoga Nidra kennararéttindi

Tímasetning

Bókaðu fyrir hópinn þinn! saga@sagastoryhouse.is | 625 8550 | 625 8560

Tímalengd

Staðsetning

Vinnustofa Sögu, Flatahraun 3, 2. hæð, 220 Hafnarfjörður

Verð

36.000kr.
Stéttarfélög hafa tekið þátt í kostnaði vegna þátttöku á þessu námskeiði. Við hvetjum þig til að kanna möguleika hjá þínu stéttarfélagi.
Facebook