Lífsgæði í leikskólastarfi Vinnustofur

Lífsgæði í leikskólastarfi er fræðslupakki sem inniheldur 3 mismunandi vinnustofur með áherslu á að efla lífsgæði í starfi og leita leiða til að takast á við álag og streitu í bæði krefjandi og gefandi starfsumhverfi.

Lýsing

Lífsgæði í leikskólastarfi er fræðslupakki fyrir starfsfólk leikskóla sem inniheldur ólíkar vinnustofur með áherslu á jákvæð samskipti, sterkt stoðkerfi og næringu í starfi. Hægt er að velja 1 – 3 vinnustofur að vild og þarf ekki að taka þær í númeraðri röð. Þá er mögulegt að lengja/stytta hverja vinnustofu.

Um er að ræða fjölbreyttar leiðir til að hlúa að starfsfólki sem er að takast á við áhættuþætti varðandi álag og streitu í starfsumhverfi leikskóla.
Leikskólar geta keypt einstaka vinnustofur eða fræðslupakkann í heild. Vinnustofurnar henta vel á starfsmannafundum og starfsdögum/skipulagsdögum.

Vinnustofa 1
Starfsmaðurinn sem verkfæri, samskipti, og liðsheild
Tímalengd: 2 klst.

Vinnustofa 2

Vinnustellingar, vinnuvistfræði og áhrif umhverfis á líðan
Tímalengd: 2 klst.

Vinnustofa 3

Núvitund og næring í starfi, Yoga Nidra djúpslökun
Tímalengd: 2 klst.

Vinnustofa 4
Styrkleikar og starfsorka
Tímalengd: 2 klst.

Kennsluaðferðir: Fjölbreyttar kennsluaðferðir með áherslu á hlýja og nærandi upplifun í notalegu lærdómsumhverfi.

Ath. verð miðast við allt að 25 manna starfsmannahópa, hægt er að fá tilboð fyrir stærri hópa.

Vitnisburður þáttakenda

Verð:

165.000kr.

Kennarar

Guðbjörg Björnsdóttir Iðjuþjálfi | Yoga Nidra kennararéttindi
Ingibjörg Valgeirsdóttir MBA | BA Uppeldis- og menntunarfræði | Yoga- og Yoga Nidra kennararéttindi

Tímasetning

Eftir samkomulagi

Tímalengd

2 klst.

Staðsetning

Vinnustofa Sögu | Flatahraun 3 | 2. hæð | 220 Hafnarfjörður

Verð

165.000kr.
Kannið möguleika á styrkjum hjá stéttarfélögum / sjóðum.
Facebook