Starfsdagar

Við bjóðum upp á fjölbreytt námskeið fyrir einstaklinga og starfsmannahópa í notalegu lærdómsumhverfi á Vinnustofu Sögu.

Við sérsníðum einnig fræðslu, starfsdaga og fyrirlestra að þörfum ólíkra hópa hvað varðar áherslur, tímalengd og staðsetningu í samráði við stjórnendur. Svo er Vinnustofa Sögu líka tilvalin funda- og fræðsluaðstaða fyrir þá sem vilja skipta um umhverfi.

Boltar og bandvefslosun – grunnnámskeið með Hrafnhildi Sævars

Boltar og bandvefslosun, grunnnámskeið með Hrafnhildi Sævarsdóttur.  Í fyrri hluta tímans læra þátttakendur boltanudd sem mýkir og losar spennu í líkamanum og fá svo leidda djúpslökun og hugleiðslu í seinni hluta hvers tíma.

29. október 2024 | Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 16:15 - 17:15

Yin Yoga með Hrafnhildi Sævars

Finnur þú einhversstaðar fyrir stirðleika og langar til að auka liðleika? Yin Yoga er iðkun sem er styðjandi fyrir alla hreyfingu og hentar fólki á öllum aldri.

Hefst þriðjudaginn 1. október 2024

Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 16:15 - 17:15

Djúpslökun – Yoga Nidra

Djúpslökun með Hrafnhildi Sævars!  Opnir tímar og klippikort, einkatímar fyrir hópa. Þarft ekki að bóka – bara mæta, allt til alls á staðnum.   

Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 17:30 - 18:15

Staldra við – Náttúrunámskeið við streitu

Fræðsla – Kyrrðargöngur – Djúpslökun. Námskeið fyrir öll sem vilja staldra við og öðlast bæði endurheimt og valdeflandi verkfæri til að takast á við neikvæð áhrif streitu á heilsu og starfsorku.

23. september 2024 | Mánudagar | Miðvikudagar | kl. 9:00 - 12:00

Staldra við – Framhaldsnámskeið

Framhaldsnámskeið þar sem við höldum áfram að vinna með áherslur sem hafa jákvæð áhrif á heilsu, vöxt og vellíðan, streitulosun og endurheimt. Námskeiðið hentar öllum þeim sem lokið hafa grunnnámskeiði.

26. ágúst 2024 | Mánudagar | Miðvikudagar | kl. 13:00 - 16:00

Styrkleikar – Stjórnendaþjálfun

Afhverju er mikilvægt fyrir stjórnendur að þekkja eigin styrkleika og styrkleika samstarfsfólks? Styrkleikar og starfsorka haldast í hendur og hafa áhrif á árangur, starfsánægju og jákvæða heilsu

Föstudaginn 10. maí kl. 10:00-12:00

Ábyrgð – Stjórnendaþjálfun

Hvert fer starfsorkan þín? Það er mikilvægt fyrir stjórnendur nútímans að hafa þekkingu á starsorku, streitustjórnun og endurheimt. Valdeflandi og upplýsandi stjórnendaþjálfun um marglaga áhrif ábyrgðar í daglegu lífi og starfi.

Fimmtudaginn 18. apríl 2024

Kl. 10:00 - 12:00

Lífsgæði í starfi Vinnustaðir

Lífsgæði í starfi er fræðslupakki fyrir fyrirtæki og stofnanir sem inniheldur mismunandi vinnustofur með áherslu á að efla vellíðan í vinnunni (wellbeing). Hægt er að velja vinnustofur að vild. Sérsníðum einnig að þörfum starfsstaða.

Eftir samkomulagi

Með marga bolta á lofti – Námskeið fyrir barnafólk

Það getur verið bæði spennandi og krefjandi að vera með marga bolta á lofti bæði í einkalíf og á vinnumarkaði. Þegar lífið stækkar og lítið barn bætist við veröldina fjölgar boltunum umtalsvert. 

Þriðjudagur 16. janúar 2024

Þriðjudagur 23. janúar 2024

Starfsdagar

Starfsdagar eru mikilvægt tækifæri fyrir vinnustaði til að staldra við, stilla saman strengi, setja fókus á það sem skiptir máli og horfa til framtíðar með framþróun í huga. Við sérsníðum starfsdaga að ykkar þörfum með áherslu á lífsgæði í lífi og starfi.

Eftir samkomulagi

Lífsgæði í leikskólastarfi

Lífsgæði í leikskólastarfi er vinsæll fræðslupakki fyrir starfsfólk leikskóla. Vinnustofurnar eru ólíkar en eiga það sameiginlegt að styðja við vellíðan, starfsorku og starfsánægju. Hægt er að velja vinnustofur að vild.

Samkomulag

Staldra við – Fjarnámskeið

Fjarnámskeið sem hentar fólki sem vill efla jákvæða heilsu og langar til að öðlast þekkingu, reynslu og verkfæri sem styðja við vellíðan, streitulosun og endurheimt.

13. ágúst 2024 | Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 9:00-11:00

Lífsgæði í grunnskólastarfi

Lífsgæði í grunnskólastarfi er fræðslupakki fyrir grunnskóla sem inniheldur mismunandi vinnustofur með áherslu á að efla vellíðan í vinnunni (wellbeing). Hægt er að velja vinnustofur að vild. Sérsníðum einnig í samráði við skólastjórnendur.

Eftir samkomulagi