Starfsdagar

Við bjóðum upp á fjölbreytt námskeið fyrir einstaklinga og starfsmannahópa í notalegu lærdómsumhverfi á Vinnustofu Sögu.

Við sérsníðum einnig fræðslu, starfsdaga og fyrirlestra að þörfum ólíkra hópa hvað varðar áherslur, tímalengd og staðsetningu í samráði við stjórnendur. Svo er Vinnustofa Sögu líka tilvalin funda- og fræðsluaðstaða fyrir þá sem vilja skipta um umhverfi.

Ábyrgð – Opin stjórnendaþjálfun fyrir þig 15 nóvember!

Tölum um tækifærin! Ábyrgð hefur áhrif á árangur, starfsánægju, starfsorku, heilsu og hamingju. Skortur á skýrum markmiðum eða skýrri ábyrgð er algengur streituvaldur á vinnustöðum og getur  hamlað árangri. Það er því mikilvægt fyrir bæði stjórnendur og starfsfólk að þekkja tækifæri og áskoranir í tengslum við ábyrgð.

Föstudaginn 15. nóvember - Bókaðu hér!

Kl. 10:00 - 12:00

Styrkleikar – Opin stjórnendaþjálfun fyrir þig 29. nóvember!

Tölum um styrkleika! Afhverju er mikilvægt fyrir stjórnendur að þekkja eigin styrkleika og styrkleika samstarfsfólks? Styrkleikar eru auðlind starfsstaðarins þíns. Þegar starfsfólk notar styrkleika sína styður það við starfsorku, starfsánægju, jákvæða heilsu og árangur í starfi. Hjálpaðu starfsmannahópnum þínum að ná árangri fyrir fyrirtækið þitt.

Föstudaginn 29. nóvember - Bókaðu hér!

Kl. 10:00 - 12:00

Styrkleikar og starfsorka

Tölum um styrkleika! Styrkleikar og starfsorka haldast í hendur og hafa áhrif á árangur, starfsánægju og jákvæða heilsu. Það er bæði gagn og gaman fyrir stjórnendur og starfsmannahópa að kynnast styrkleikafræðunum og aðferðum til að kynnast styrkleikum hópsins betur, hvernig er hægt að nota þá og hvað ber að varast.

Bókaðu fyrir hópinn þinn! saga@sagastoryhouse.is | 625 8550 | 625 8560

Ábyrgð – deilum henni!

Tölum um tækifærin! Ábyrgð hefur áhrif á árangur, starfsánægju, starfsorku, heilsu og hamingju. Það er mikilvægt fyrir bæði stjórnendur og starfsfólk að þekkja tækifæri og áskoranir í tengslum við ábyrgð. Fyrirlestrar og námskeið fyrir fyrirtæki, félagasamtök og hópa.

Bókaðu fyrir hópinn þinn! saga@sagastoryhouse.is | 625 8550 | 625 8560

Endurgjöf – traust teymi!

Gefðu endurgjöf í aðventugjöf!  Í starfsmannahópum erum við að gefa starfskrafta okkar, reynslu og þekkingu. En hvernig gefum við hvort öðru endurgjöf? Endurgjöf er einn mikilvægasti áttaviti til árangurs og mikilvægur leiðarvísir að settum markmiðum. Nærandi námskeið fyrir hópinn þinn.

Bókaðu fyrir hópinn þinn! saga@sagastoryhouse.is | 625 8550 | 625 8560

Núvitund -næring í starfi

Tölum um risastóru smáatriðin! Þessi vinsæla vinnustofa býður starfsmannahópum upp á nýja sjónarhóla og nýtt samtal sem styður við liðsheild og traust. ,,Ég vissi þetta ekki, ég sem er búin að vinna með þér í 10 ár!“ Setningar eins og þessi heyrast oft meðal þátttakenda. Núvitund með nýrri nálgun.

Bókaðu fyrir hópinn þinn! saga@sagastoryhouse.is | 625 8550 | 625 8560

Staldra við – Náttúrunámskeið

Fræðsla – Kyrrðargöngur – Djúpslökun. Námskeiðið hentar öllum sem vilja staldra við og öðlast bæði endurheimt og valdeflandi verkfæri til að efla jákvæða heilsu og vellíðan.

Í hverjum mánuði nýtt námskeið: Hefst 18. nóvember 2024 | Hefst 16. desember 2024

Mánudagar | Miðvikudagar | kl. 9:00 - 12:00 Bókaðu hér!

Staldra við – Framhaldsnámskeið

Fræðsla – Kyrrðargöngur – Djúpslökun. Framhaldsnámskeið þar sem við höldum áfram að vinna með áherslur sem hafa jákvæð áhrif á heilsu, vöxt og vellíðan, streitulosun og endurheimt. 

25. nóvember 2024

Mánudagar | Miðvikudagar | kl. 13:00 - 16:00 - Bókaðu hér!

Staldra við – Fjarnámskeið

Fræðsla – Djúpslökun – Kyrrðargöngu- kennsla. Fjarnámskeið sem hentar öllum þeim sem vilja efla jákvæða heilsu og öðlast þekkingu, reynslu og verkfæri sem styðja við vöxt og vellíðan, streitulosun og starfsorku.

15. október 2024

Þriðjudagar og fimmtudagar | Kl. 9:00 - 11:00 - Bókaðu hér!

Boltar og bandvefslosun – með Hrafnhildi Sævars

Prófaðu! 2.900 opinn tími! Boltar og bandvefslosun með Hrafnhildi Sævarsdóttur liðkar og styður við alla aðra hreyfingu í þínu lífi. Þátttakendur læra boltanudd sem mýkir og losar spennu í líkamanum og fá leidda djúpslökun í lokin.

26. nóvember 2024 | Þriðjudagar og fimmtudagar

Kl. 16:15 - 17:15 - Bóka hér!

Djúpslökun – Yoga Nidra – með Hrafnhildi Sævars

Gefðu þér tíma! Djúpslökun með Hrafnhildi Sævars er bæði mild og áhrifarík. Opnir tímar og klippikort, einkatímar fyrir hópa. Aallt til alls á staðnum, dýnur, teppi, púðar og augnhvílur. Settu þig í fyrsta sæti!   

Þriðjudagar og fimmtudagar

kl. 17:30 - 18:15 - Bókaðu hér!

Með marga bolta á lofti – Námskeið fyrir barnafólk

Það getur verið bæði spennandi og krefjandi að vera með marga bolta á lofti bæði í einkalíf og á vinnumarkaði. Þegar lífið stækkar og lítið barn bætist við veröldina fjölgar boltunum umtalsvert. Með marga bolta á lofti er námskeið fyrir vinnustaði sem vilja styðja við vellíðan starfsfólks á þessum mikilvægu tímamótum. 

Bókaðu fyrir hópinn þinn! saga@sagastoryhouse.is | 625 8550 | 625 8560

Lífsgæði í starfi Vinnustaðir

Lífsgæði í starfi er fræðslupakki fyrir fyrirtæki og stofnanir sem inniheldur mismunandi vinnustofur með áherslu á starfsorku og starfsánægju, vöxt og vellíðan (wellbeing). Vinnustofurnar styðja við heilsueflandi vinnustaðamenningu með áherslu á árangur vinnustaðarins. Við hjálpum þér að velja bestu vinnustofuna fyrir þinn hóp hverju sinni.

Bókaðu fyrir hópinn þinn! saga@sagastoryhouse.is | 625 8550 | 625 8560

Lífsgæði í leikskólastarfi

Lífsgæði í starfi er fræðslupakki fyrir fyrirtæki og stofnanir sem inniheldur mismunandi vinnustofur með áherslu á starfsorku og starfsánægju, vöxt og vellíðan (wellbeing). Vinnustofurnar styðja við heilsueflandi vinnustaðamenningu með áherslu á árangur vinnustaðarins. Við hjálpum þér að velja bestu vinnustofuna fyrir þinn hóp hverju sinni.

Bókaðu fyrir hópinn þinn! saga@sagastoryhouse.is | 625 8550 | 625 8560

Lífsgæði í grunnskólastarfi

Lífsgæði í starfi er fræðslupakki fyrir fyrirtæki og stofnanir sem inniheldur mismunandi vinnustofur með áherslu á starfsorku og starfsánægju, vöxt og vellíðan (wellbeing). Vinnustofurnar styðja við heilsueflandi vinnustaðamenningu með áherslu á árangur vinnustaðarins. Við hjálpum þér að velja bestu vinnustofuna fyrir þinn hóp hverju sinni.

Bókaðu fyrir hópinn þinn! saga@sagastoryhouse.is | 625 8550 | 625 8560

Starfsdagar

Allt á einum stað! Hvað má bjóða þér? Fræðsla, fallegur salur, veitingar, veisluþjónusta, djúpslökun, happy hour, eittthvað fleira? Starfsdagar eru mikilvægt tækifæri fyrir vinnustaði til að staldra við, stilla saman strengi, setja fókus á það sem skiptir máli og horfa til framtíðar með framþróun í huga. Við sérsníðum starfsdaga að ykkar þörfum með áherslu á starfsánægju og árangur.

Bókaðu fyrir hópinn þinn! saga@sagastoryhouse | 625 8550 | 625 8560