Námskeið

Við bjóðum upp á fjölbreytt námskeið fyrir einstaklinga og starfsmannahópa í notalegu lærdómsumhverfi á Vinnustofu Sögu.

Við sérsníðum einnig fræðslu, starfsdaga og fyrirlestra að þörfum ólíkra hópa hvað varðar áherslur, tímalengd og staðsetningu í samráði við stjórnendur. Svo er Vinnustofa Sögu líka tilvalin funda- og fræðsluaðstaða fyrir þá sem vilja skipta um umhverfi.

Lífsgæði í starfi Vinnustaðir

Lífsgæði í starfi er fræðslupakki fyrir fyrirtæki og stofnanir sem inniheldur mismunandi vinnustofur með áherslu á að efla vellíðan í vinnunni (wellbeing). Hægt er að velja vinnustofur að vild. Sérsníðum einnig að þörfum starfsstaða.

Eftir samkomulagi

Með marga bolta á lofti – Fæðingarorlofið og vinnumarkaðurinn

NÝTT í samvinnu við Þekkingarmiðlun: Það getur verið bæði spennandi og krefjandi að vera með marga bolta á lofti bæði í einkalíf og á vinnumarkaði. Þegar lífið stækkar og lítið barn bætist við veröldina fjölgar boltunum umtalsvert.  

Eftir samkomulagi

Staldra við – Náttúrunámskeið við streitu

Fræðsla – Kyrrðargöngur – Djúpslökun. Námskeið fyrir alla þá sem upplifa áreiti, þreytu og streitu í lífi og/eða starfi og hafa þörf fyrir að staldra við í hraða hversdagsins og öðlast endurheimt.

16. október 2023 | Mánudagar | Miðvikudagar | kl. 9:00 - 12:00

Staldra við – Framhaldsnámskeið

Framhaldsnámskeið þar sem við höldum áfram að vinna með áherslur sem hafa jákvæð áhrif á heilsu, vöxt og vellíðan, streitulosun og endurheimt. Námskeiðið hentar öllum þeim sem lokið hafa grunnnámskeiði.

18. september | Mánudagur | Miðvikudagar | kl. 13:00 - 16:00

Djúpslökun

Frábært leið fyrir starfsmannahópa og aðra hópa: Djúpslökun með aðferðum Yoga Nidra og Gong tónheilun er leidd hugleiðsla sem byggir á aldagamalli austrænni hugleiðsluhefð. Einföld og áhrifarík leið til að vinda ofan af streitu og spennu.    

Pop-up djúpslökunartímar / Eftir samkomulagi fyrir hópa

Starfsdagar

Starfsdagar eru mikilvægt tækifæri fyrir vinnustaði til að staldra við, stilla saman strengi, setja fókus á það sem skiptir máli og horfa til framtíðar með framþróun í huga. Við sérsníðum starfsdaga að ykkar þörfum með áherslu á lífsgæði í lífi og starfi.

Eftir samkomulagi

Vellíðan eftir vinnu

Viltu leyfa okkur að dekra við þig í dagsins önn?  Þá er Vellíðan eftir vinnu fyrir þig: Léttar öndunar- og núvitundaræfingar, hugleiðingar um jákvæða heilsu, djúpslökun og Gong tónheilun.

Þriðjudaginn 7. mars 2023, 4 skipti

17:00-18:15

Lífsgæði í leikskólastarfi

Lífsgæði í leikskólastarfi er vinsæll fræðslupakki fyrir starfsfólk leikskóla. Vinnustofurnar eru ólíkar en eiga það sameiginlegt að styðja við vellíðan, starfsorku og starfsánægju. Hægt er að velja vinnustofur að vild.

Samkomulag

Staldra við – Fjarnámskeið

Fjarnámskeið sem hentar fólki sem vill efla jákvæða heilsu og langar til að öðlast þekkingu, reynslu og verkfæri sem styðja við vellíðan, streitulosun og endurheimt.

19. september | Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 9:00-11:00

Lífsgæði í grunnskólastarfi er fræðslupakki fyrir grunnskóla sem inniheldur mismunandi vinnustofur með áherslu á að efla vellíðan í vinnunni (wellbeing). Hægt er að velja vinnustofur að vild. Sérsníðum einnig í samráði við skólastjórnendur.

Eftir samkomulagi