Jól í jóla-óróa

Jólablað Hafnarfjarðar: Í annríki dagsins og sérstaklega á aðventunni er öllum mikilvægt að kunna leiðir út úr þeim óróa sem álag og streita geta valdið. Í landi Hafnarfjarðar er fjöldi útivistarsvæða þar sem náttúran býður til veislu allan ársins hring. Guðbjörg Björnsdóttir og Ingibjörg Valgeirsdóttir hjá fyrirtækinu Saga – Story House hafa farið í yfir 360 leiddar kyrrðargöngur með hópa í fjölbreyttri náttúrunni í kringum Hafnarfjörð. Á sama tíma og íslensk náttúra er hlaðborð af fallegum náttúruöflum hefur hún ótvíræð græðandi áhrif. 

Nafnið á fyrirtækinu Saga – Story House er tilvísun í bæði fólk og sögur sem hafa verið eigendum Sögu innblástur í gegnum tíðina. Með stofnun Sögu hafa þær sameinað þekkingu sína og reynslu og bjóða upp á heilsueflandi fræðslu fyrir fólk og fyrirtæki. Í hlýlegu umhverfi á vinnustofu Sögu á Flatahrauni er notalegt að finna ró í óróa úr rekavið af Ströndum, leggjast á dýnuna í djúpslökun og hlúa að hvíld og endurheimt. Eða fræðast um mikilvægi þess að næra delluna sína, þekkja flæðið í starfsorkunni og svara spurningunni: Hvar finnst mér gott að hanga?

Ljósmyndir: Ólafur Már Svavarsson
Facebook

Aðrar sögur

Ó­stöðvandi náttúru­börn

Viðtal Bjarkar Eiðsdóttur birtist í Fréttablaðinu 21. febrúar 2020, sjá hér: Ó­stöðvandi náttúru­börn (frettabladid.is). Ljósmyndari: Sigtryggur