Boltar og bandvefslosun – með Hrafnhildi Sævars

Prófaðu! 2.900 opinn tími! Boltar og bandvefslosun með Hrafnhildi Sævarsdóttur liðkar og styður við alla aðra hreyfingu í þínu lífi. Þátttakendur læra boltanudd sem mýkir og losar spennu í líkamanum og fá leidda djúpslökun í lokin.

Lýsing

Á námskeiðinu læra þátttakendur tækni til að losa um bandvefinn og mýkja og losa um spennu í líkamanum með sérvöldum boltum.  Í lok hvers tíma eru þátttakendur svo leiddir inn í djúpslökun.

Boltanudd er einföld sjálfsnuddtækni sem vinnur á öllum kerfum líkamans. Þessi tækni er hönnuð til að losa um spennu, bæta og auka hreyfigetu ásamt því að auka líkamsvitund okkar.  Farið er í nuddtækni sem auðvelt er að tileinka sér og gott að gera á milli tíma og út ævina.

Í lok hvers tíma eru þátttakendur leiddir inn í milda djúpslökun sem styður við streitulosun í þeim tilgangi að virkja slökunarviðbragð líkamans til að sporna gegn neikvæðum áhrifum streitu á heilsu og lífsgæði.

Markmið/Ávinningur

Boltanudd og djúpslökun losa um spennu og streitu, dregur úr vöðvaspennu og verkjum og hefur jákvæð áhrif á blóðþrýsting. Nuddið og slökunin styrkir jafnframt taugakerfið, bætir svefn og einbeitingu og styður við hvíld og endurheimt.

Búnaður
Boltar, dýnur, púðar og teppi eru til staðar á Vinnustofu Sögu. Þátttakendur geta keypt bolta á staðnum ef þeir vilja nota bolta heima.

Fyrir hverja?
Námskeið fyrir öll þau sem vilja efla heilsu og bæta líðan og lífsgæði.  Boltanudd er fyrir fólk á öllum aldri og hægt að aðlaga æfingarnar, fara dýpra í nuddið eða grynnra allt eftir því hvað hver og einn þarfnast. Djúpslökun er aðgengileg iðkun þar sem þú liggur undir teppi, lætur fara vel um þig og nýtur leiðsagnar sem leiðir inn í kyrrð og hvíld í notalegu og nærandi rými á vinnustofu Sögu.

Tímasetningar

Kennsla fer fram milli kl. 16:15 – 17:15, þriðjudaga og fimmtudaga.

Verð: 22.200

Hrafnhildur
Hrafnhildur Sævarsdóttir er íþrótta- og sundkennari með yfir 20 ára kennslureynslu og reyndur yogakennari með yfir 700 tíma fjölbreytt yogakennaranám að baki. Hrafnhildur hefur meðal annars lokið 250 klst. yogakennaranám hjá Ástu Arnardóttur í Yogavin, 200 klst. yogakennaranámi hjá Iceland Power Yoga, Yoga Nidra kennaranámi fyrir bæði börn og fullorðna, Yin Yoga kennararnámi, meðgönguyogakennaranámi og kennararéttindum í núvitund.

Vitnisburður þáttakenda

Verð:

22.200kr.

Kennarar

Hrafnhildur Sævarsdóttir Yogakennari með yfir 700 tíma fjölbreytt kennaranám | Íþrótta- og sundkennari | MA diploma í jákvæðri sálfræði

Tímasetning

26. nóvember 2024 | Þriðjudagar og fimmtudagar
Kl. 16:15 – 17:15 – Bóka hér!

Tímalengd

!8 skipti

Staðsetning

Vinnustofa Sögu, Flatahraun 3, 2. hæð, 220 Hafnarfjörður

Verð

22.200kr.
Stéttarfélög hafa tekið þátt í kostnaði vegna þátttöku á námskeiðum Sögu. Við hvetjum þig til að kanna möguleika hjá þínu stéttarfélagi.
Facebook