
Lífsgæði í leikskólastarfi er fræðslupakki sem inniheldur 3 mismunandi vinnustofur með áherslu á að efla lífsgæði í starfi og leita leiða til að takast á við álag og streitu í bæði krefjandi og gefandi starfsumhverfi.
Vinnustofa 1
Starfsmaðurinn sem verkfæri, samskipti, og leiðsheild.
Tímalengd: 2 klst.
Staðsetning: Vinnustofa Sögu, Flatahrauni 3, Hafnarfirði
Vinnustofa 2
Vinnustellingar, vinnuvistfræði og áhrif umhverfis á líðan.
Tímalengd: 2 klst.
Staðsetning: Vinnustofa Sögu, Flatahrauni 3, Hafnarfirði
Kennarar koma í vettvangsheimsókn á vinnustað áður en vinnustofa fer fram þar sem vinnuumhverfi er skoðað. Í vettvangsheimsókn veitir iðjuþjálfi starfsfólki sem vinnur skrifstofuvinnu ráðgjöf varðandi vinnuaðstöðu og vinnustellingar á skrifstofu.
Vinnustofa 3 – NÝTT!
Næring í starfi og Yoga Nidra djúpslökun.
Tímalengd: 2 klst.
Staðsetning: Vinnustofa Sögu, Flatahrauni 3, Hafnarfirði
Kennsluaðferðir: Fjölbreyttar kennsluaðferðir með áherslu á hlýja og nærandi upplifun í notalegu lærdómsumhverfi.
Kennarar: Guðbjörg Björnsdóttir Iðjuþjálfi | Yoga Nidra
Ingibjörg Valgeirsdóttir MBA | BA uppeldis- og menntunarfræði/fjölmiðlafræði | Yoga | Yoga Nidra
Hægt er að velja 1 – 3 vinnustofur að vild og þarf ekki að taka þær í númeraðri röð. Þá er mögulegt að lengja/stytta hverja vinnustofu.
Vinnustofurnar henta vel á starfsmannafundum og starfsdögum/skipulagsdögum.
Verð fyrir Lífsgæði í leikskólastarfi fræðslupakkann í heild og verð á hverri vinnustofu fer eftir tímalengd og starfsmannafjölda. Vinsamlegast hafið samband í síma 625 8550 / 6258560 eða með því að senda tölvupóst í netfangið saga@sagastoryhouse.is