Lífsgæði í leikskólastarfi er fræðslupakki fyrir starfsfólk leikskóla sem inniheldur ólíkar vinnustofur með áherslu á jákvæð samskipti og liðsheild annars vegar og sterkt stoðkerfi, vinnuvistfræði og áhrif umhverfis á líðan hinsvegar. Um er að ræða tvo mikilvæga áhættuþætti varðandi álag og streitu í starfsumhverfi starfsfólks leikskóla.

Leikskólar geta keypt einstaka vinnustofur eða fræðslupakkann í heild og geta vinnustofurnar farið fram á Lífsgæðasetri St. Jó eða á viðkomandi leikskólum. Vinnustofurnar henta vel á starfsmannafundum og starfsdögum/skipulagsdögum.

Fræðslupakkinn Lífsgæði í leikskólastarfi inniheldur:

  1. Vinnustofa um starfsmanninn sem verkfæri, samskipti, og liðsheild.
    Tímalengd: 2 – 3 klst.
  2. Vettvangsheimsókn á vinnustað: Vinnustellingar og vinnuvistfræði skoðuð. Í vettvangsheimsókn veitir iðjuþjálfi starfsfólki sem vinnur skrifstofuvinnu ráðgjöf varðandi vinnuaðstöðu og vinnustellingar á skrifstofu. Vettvangsheimsóknin er undanfari Vinnustofu 3.
  3. Vinnustofa um vinnustellingar, vinnuvistfræði og áhrif umhverfis á líðan.
    Tímalengd: 2 klst.

.

Kennarar: Guðbjörg Björnsdóttir Iðjuþjálfi | Yoga Nidra
Ingibjörg Valgeirsdóttir MBA | BA uppeldis- og menntunarfræði/fjölmiðlafræði | Yoga | Yoga Nidra

Verð fyrir Lífsgæði í leikskólastarfi fræðslupakkann í heild og verð á vinnustofu fer eftir starfsmannafjölda og tímalengd. Vinsamlegast hafið samband í síma 625 8550 / 6258560 eða með því að senda tölvupóst í netfangið saga@sagastoryhouse.is