Staldra við – Náttúrunámskeið

Fræðsla – Kyrrðargöngur – Djúpslökun. Námskeiðið hentar öllum sem vilja staldra við og öðlast bæði endurheimt og valdeflandi verkfæri til að efla jákvæða heilsu og vellíðan.

Lýsing

Við hægjum á, hlúum að og prófum verkfæri sem sporna gegn neikvæðum áhrifum álags og streitu.  Lögð er áhersla á leiðir til að yfirfæra reynslu af námskeiðinu yfir á daglegt líf.

Fyrir hverja?

Námskeiðið hentar vel fólki sem upplifir áreiti og streitu í lífi og/eða starfi og hefur þörf fyrir að staldra við í hraða hversdagsins og öðlast endurheimt.

Markmið með námskeiðinu er tvíþætt:

·         Að þátttakendur öðlist innsýn í hvað hefur áhrif á lífsgæði og jafnvægi í daglegu lífi þeirra

·         Að þátttakendur öðlist beina reynslu af aðferðum sem stuðla að hvíld og streitulosun, m.a. í gegnum slökun, einfaldar öndunar- og núvitundaræfingar og kyrrðargöngur úti í náttúrunni

Uppbygging:

1.    Fræðsla/verkfæri
Fræðslu og hugleiðingum um aðferðir og ólíkar leiðir sem auka lífsgæði í starfi og einkalífi er fléttað inn í dagskrá námskeiðsins. Í hverjum tíma eru tekin fyrir ólík þemu/áherslur sem stuðlað geta að jákvæðri heilsu.

2.    Náttúrutenging – Heilandi náttúruupplifanir með hægð og hlýju
Farið verður í kyrrðargöngur/núvitundargöngur í hverjum tíma með hægð og hlýju í nærumhverfinu með mismunandi áherslum. Valdar eru þægilegar stuttar gönguleiðir þar sem horft verður til heilandi áhrifa þess að ganga í mismunandi náttúru, s.s. ganga með á, hafi og vatni, ganga í skógi og hrauni. Gengið er að hluta til í þögn þar sem áhersla er lögð á að hvíla í náttúrunni, skynja hana og tengja við eigið innsæi. Notalegur útifatnaður og þægilegir skór styðja við nærandi útiveru.

3.    Slökun, hvíld og léttar núvitundaræfingar
Í hverjum tíma er þátttakendum boðið upp á djúpslökun með aðferðum Yoga Nidra þar sem áhersla er lögð á kyrrð og hvíld í hlýlegu umhverfi. Gerðar verða einfaldar yoga-, öndunar- og núvitundaræfingar þar sem unnið verður að því að tengja núvitund (mindfulness) með mýkt og markvissum hætti inn í daglegt líf. Gong tónheilun er fléttað inn í slökunina. Notalegur klæðnaður og hlýjir sokkar styðja við slökun og hvíld.

Hugmyndafræði

Stuðst er við hugmyndafræði iðjuþjálfunar, kenningar um heilandi áhrif náttúrunnar, umhverfissálfræði, hugmyndafræði reynslunáms (Experiental Learning), Yoga Nidra og núvitundarþjálfun.

Rannsókn gerð á námskeiðinu

,,Náttúran græðir og grætur með mér. Áhrif náttúru á streitu“ er heiti rannsóknar sem var gerð á námskeiðinu Staldra við – Náttúrunámskeiði við streitu árið 2020 og voru niðurstöður birtar á Skemmunni, vef háskólanna í febrúar 2021. Höfundur er Berglind Magnúsdóttir en rannsóknin er lokaverkefni í meistaranámi til starfsréttinda í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Leiðbeinendur voru Hervör Alma Árnadóttir dósent við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands og aðstoðarleiðbeinandi var Halldór Sigurðsson dósent við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands:

,,Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að áhrif þess að dvelja í náttúrunni hefur jákvæð áhrif á streitu. Þátttakendur lýstu áhrifum þess að dvelja í náttúrunni undir leiðsögn faglegs leiðbeinanda sem styðjandi við að ná ákveðinni ró og einbeitingu til að greiða úr tilfinningalegum vanda sem síðan hafði jákvæð áhrif á streitu einkenni. Niðurstöður sýndu einnig fram á jákvæða breytingu í hegðun og líðan og upplifðu þátttakendur að það væri auðveldara að takast á við lífið. Einnig kom fram mikilvægi leiðbeinendanna og námskeiðsformsins þar sem unnið var út frá kenningum reynslunáms
og ígrundun nýtt til lærdóms“. 

Í rannsókninni kemur fram að ,,Á Íslandi hafa fáar rannsóknir verið gerðar sem snúa að áhrifum þess að dvelja úti í náttúrunni og ekki er vitað til þess að áður hafi verið gerð rannsókn hér á landi á áhrifum þess að nota náttúrunálgun í hópavinnu með einstaklingum sem þjást af streitu“. 

Vitnisburður þáttakenda

,,Námskeiðið hefur hjálpað mér að hægja á og læra að njóta augnabliksins og stundanna. Virkilega góð verkfæri út í lífið“

,,Vel útpælt og afar vel útfært“.

Verð:

99.450kr.

Kennarar

Guðbjörg Björnsdóttir Iðjuþjálfi MA diplóma í jákvæðri sálfræði | Yoga Nidra kennararéttindi
Ingibjörg Valgeirsdóttir MBA | MA diplóma í jákvæðri sálfræði | BA Uppeldis- og menntunarfræði | Yoga- og Yoga Nidra kennararéttindi

Tímasetning

20. janúar 2025
Mánudagar | Miðvikudagar | kl. 9:00 – 12:00 Bókaðu hér!

Tímalengd

8 skipti | Alls 24 klst.

Staðsetning

Vinnustofa Sögu | Flatahraun 3 | 2. hæð | 220 Hafnarfjörður

Verð

99.450kr.
Stéttarfélög hafa tekið þátt í kostnaði vegna þátttöku á þessu námskeiði. Við hvetjum þig til að kanna möguleika hjá þínu stéttarfélagi.
Facebook