Flæði – Flow í lífi og starfi
Hvað finnst þér gott að gefa í starfi? Hvar birtist þitt verkefnatengda flæði? Tengsl flæðistilfinningar, styrkleika og jákvæðrar heilsu út frá flæðiskenningunni (Flow theory). Í hverju gleymdir þú þér sem barn? Hvað veitir þér ánægju í dag? ,,Dellur“ hafa stundum fengið neikvætt hlaðna merkingu í daglegu tali en í ,,dellum“ felast heilmikil lífsgæði.