Staldra við – Fjarnámskeið

Fræðsla – Djúpslökun – Kyrrðargöngu- kennsla. Fjarnámskeið sem hentar öllum þeim sem vilja efla jákvæða heilsu og öðlast þekkingu, reynslu og verkfæri sem styðja við vöxt og vellíðan, streitulosun og starfsorku.

Lýsing

Fyrir hverja?
Námskeiðið hentar fólki sem upplifir neikvæð áhrif álags og streitu á líðan og lífsgæði og langar til að öðlast þekkingu, reynslu og verkfæri sem styðja við vöxt og vellíðan og jákvæða heilsu. Lögð er áhersla á gagnreyndar leiðir sem aðgengilegt er að yfirfæra yfir á daglegt líf.
Markmið með námskeiðinu er tvíþætt:
• Þátttakendur öðlist fræðilega þekkingu og beina reynslu af ólíkum þáttum sem stuðla að jafnvægi í daglegu lífi og hafa jákvæð áhrif á heilsu og lífsgæði.
• Þátttakendur öðlist fræðilega þekkingu og beina reynslu af aðferðum sem stuðla að vellíðan, streitulosun og endurheimt í gegnum einfaldar öndunaræfingar, leiddar núvitundargöngur og djúpslökun.
.
Uppbygging námskeiðs
Hver tími er þríþættur: Fræðsla – Djúpslökun – Kyrrðargöngur
Fjallað er um eftirfarandi áherslur:
1. Streita, streituviðbrögð, jákvæð/neikvæð streita, endurheimt
2. Nærandi skynjun – skynúrvinnsla, áhrif skynjunar á daglegt líf, núvitund
3. Nærandi athafnir – jafnvægi í daglegum athöfnum, flæðiskenningin, endurheimt í athöfnum,
4. Langanir – innsæi í eigin þarfir, tilgang og framtíðarsýn
5. Næring í starfi – starfsánægja, starfsorka, stefnumótun, vinnuvistfræði
6. Ábyrgð – ábyrgð í eigin lífi
7. Bandamenn – mikilvægi tengsla, bjargráð
8. Samantekt, ígrundun, umræður
Kyrrðargöngur – Núvitundargöngur í náttúrunni
Fjallað verður um jákvæð áhrif náttúru á líðan og heilsu út frá rannsóknum. Þátttakendur fá leiðbeiningar um hvernig þeir geta farið í rólega núvitundargöngu í náttúrunni á milli tíma. Hvatt verður til þess að ganga með ólíkri náttúru og áhrif þess ígrunduð í hópum.
Djúpslökun – Í lok hvers tíma er þátttakendum boðið upp á leidda djúpslökun með gagnreyndum aðferðum þar sem áhersla er lögð á streitulosun og endurheimt.

Tímasetning: Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 9:00-11:00, alls 8 skipti

Vitnisburður þáttakenda

Verð:

68.480kr.

Kennarar

Guðbjörg Björnsdóttir MA diplóma í jákvæðir sálfræði | Iðjuþjálfi | Yoga Nidra kennararéttindi
Ingibjörg Valgeirsdóttir MA diplóma í jákvæðir sálfræði | MBA | BA Uppeldis- og menntunarfræði | Yoga- og Yoga Nidra kennararéttindi

Tímasetning

24. febrúar 2025
Mánudagar og miðvikudagar | Kl. 13:00 – 15:00 – Bókaðu hér!

Tímalengd

8 skipti

Staðsetning

Netnámskeið

Verð

68.480kr.
Stéttarfélög hafa tekið þátt í kostnaði vegna þátttöku á þessu námskeiði. Við hvetjum þig til að kanna möguleika hjá þínu stéttarfélagi.
Facebook