Núvitund -næring í starfi

Tölum um risastóru smáatriðin! Þessi vinsæla vinnustofa býður starfsmannahópum upp á nýja sjónarhóla og nýtt samtal sem styður við liðsheild og traust. ,,Ég vissi þetta ekki, ég sem er búin að vinna með þér í 10 ár!“ Setningar eins og þessi heyrast oft meðal þátttakenda. Núvitund með nýrri nálgun.

Lýsing

Vinnustofa þar sem við beinum athyglinni að því sem nærir þig í vinnunni, allt frá fyrsta kaffibollanum að tilgangi í starfi. Hvað finnst þér gott að gefa? Hvað nærir þig? Hvað veitir þér orku? Mikilvægt er að missa ekki sjónar af þessum þáttum í hraða og amstri hversdagsins því þarna felst starfsorkan og starfsánægjan. Áhrif núvitundar á heilaheilsu, starfsorku, streitulosun og vellílðan hafa verið margrannsökuð með jákvæðum niðurstöðum. Á vinnustofunni verður unnið með skynjun, skynúrvinnslu og hvernig við getum orðið ,,skynúrvinda“ í dagsins önn. Hvernig skynjun styður við starfsorku þína, streitulosun, endurheimt og vellílðan?

Núvitund og næring í starfi
Við skoðum núvitund út frá ólíkum sjónarhólum:

  • Hvað er nærandi skynjun fyrir þig?
  • Skynjun, skynáreiti, skynúrvinnsla
  • Hvernig núvitund getur stutt við starfsorku
  • Hvernig það að multitaska er ekki endilega hraðleiðin að markmiðum
  • Hvernig asaleysi getur verið árangursrík leið
  • Það sem fær athygli – það vex!


Ávinningur/markmið

  • Að þekkja og prófa áreynslulitlar leiðir núvitundar
  • Að auka meðvitund stjórnenda og starfsfólks um jákvæð áhrif núvitundar
  • Að stjórnendur og starfsfólk öðlist verkfæri til að styðja við núvitund
  • Að skapa traust og efla liðsheild teyma og starfsmannahópa
  • Að styðja við og efla jákvæða vinnustaðamenningu
  • Að styðja við markmið og árangur vinnustaðarins þíns

 

Bókaðu: saga@sagastoryhouse.is / S: 625 8550

  • Fyrirlestur 10 – 60 mínútur, eftir þörfum
  • Námskeið 1 klst.
  • Námskeið 2 klst.
  • Námskeið 2 klst plús þar sem við sérsníðum eftir þínum þörfum
  • Ábyrgð er einnig í boði sem opin námskeið fyrir einstaklinga og sem stjórnendaþjálfun.
    Fylgstu með auglýsingum á fb-síðu Sögu, Instagram og hér á vefnum.

 

Verð
Verð fer eftir tímalengd og fjölda þátttakenda. Tékkaðu á verði fyrir þinn hóp: saga@sagastoryhouse.is / 625 8550

Við virkjum vísindin með vinnustaðnum þínum og notum gagnreyndar leiðir til að ná árangri. Við bjóðum upp á valdeflandi vinnustofu með virkri þátttöku sem styður við jákvæða og árangursríka vinnustaðamenningu. Hver vinnustaður á sér ríka sögu. Hvernig viljið þið skrifa næsta kafla í ykkar sögu? 

 

Stækkaðu stundina!

Veitingar!
Við lærum lítið þegar við erum svöng! Við hjálpum þér að hugsa vel um hópinn þinn:

  • Fallegur ostabakki með fjölbreyttu gúmmelaði, sódavatni og engiferskoti meðan á fræðslu stendur. Verð kr. 1.250 per þátttakanda.
  • Við pöntum aðrar veitingar að vild fyrir hópinn þinn og framreiðum fallega fyrir fólkið þitt
  • Viltu bjóða upp á ,,happy hour“ í lok námskeiðs?

    *Ath. Við getum sent sér reikning fyrir veitingum. 


Djúpslökun! 

Hlúðu að starfsfólkinu þínu!

  • Við leiðum hópinn þinn inn í notalega, nærandi djúpslökun í lok tímans
  • Við bjóðum upp á reynda kennara og allan búnað; dýnur, púða, teppi og augnhvílur, svo að fólkinu þínu líði sem best

 

Vinnustofu Sögu!

  • Skiptu um umhverfi og bjóddu hópnum þínum upp á notalega upplifun í fallegu lærdómsumhverfi á vinnustofu Sögu
  • Nýttu þér aðstöðuna á Sögu og lengdu daginn með öðrum fyrirlesurum eða annarri vinnu með hópnum þínum
    Leiga fyrir aðra fræðslu/vinnu: Kr. 12.000 per klst. Innifalið: Kaffi, te, frágangur og þrif

 

Við mælum með!

 

  • Lengdu daginn og bættu við fleiri vinnustofum eða fyrirlestrum frá Sögu
  • Fáðu tilboð í heilsueflandi fræðslupakka Sögu og veldu nokkrar vinnsutofur og/eða fyrirlestra til að nýta fyrir starfsstaðinn þinn yfir árið
  • Skoðaðu vöruúrval Sögu hér:  Námskeið – Saga Story House
  • Heyrðu í okkur og við hjálpum þér að velja það besta fyrir hópinn þinn!

Vitnisburður þáttakenda

Verð:

Kennarar

Ingibjörg Valgeirsdóttir MBA | MA diplóma í jákvæðri sálfræði | BA Menntunarfræði | Yogakennararéttindi
Guðbjörg Björnsdóttir iðjuþjálfi | MA diplóma í jákvæðir sálfræði | Yogakennararéttindi

Tímasetning

Bókaðu fyrir hópinn þinn! saga@sagastoryhouse.is | 625 8550 | 625 8560

Tímalengd

Staðsetning

Vinnustofa Sögu, Flatahraun 3, 2. hæð, 220 Hafnarfjörður eða á vinnustaðnum þínum

Verð

Við bendum þér á Áttina, fræðslustyrki fyrir fyrirtæki. Stéttarfélög hafa tekið þátt í kostnaði vegna þátttöku á þessu námskeiði. Við hvetjum þig til að kanna möguleika hjá þínu stéttarfélagi.
Facebook