Styrkleikar og starfsorka

Tölum um styrkleika! Styrkleikar og starfsorka haldast í hendur og hafa áhrif á árangur, starfsánægju og jákvæða heilsu. Það er bæði gagn og gaman fyrir stjórnendur og starfsmannahópa að kynnast styrkleikafræðunum og aðferðum til að kynnast styrkleikum hópsins betur, hvernig er hægt að nota þá og hvað ber að varast.

Lýsing

Mikilvægasta verkfæri stjórnandans í starfi er hann sjálfur. Sjálfsþekking er ein öflugasta leiðin til að ná árangri í starfi með öðru fólki. Hvernig getur þú eflt leiðtogahæfni þína og hlúð á sama tíma að lífsgæðum í lífi og starfi? Hvernig getur þú orðið meðvitaðri um styrkleika þína og starfsfólksins þíns og hvaða máli skiptir það?

Starfsmannafræðsla og stjórnendaþjálfun Sögu er valdeflandi og upplýsandi upplifun með virkri þátttöku. Hún styður við jákvæða heilsu og lífsgæði í lífi og starfi.

Styrkleikar
Við skoðum styrkleika út frá ólíkum sjónarhólum:

  • Hvernig hafa styrkleikar áhrif á jákvæða heilsu, starfsorku, streitulosun og vellíðan í vinnunni
  • Hverjir eru þínir helstu styrkleikar?
  • Hvernig nýtast þeir þér í starfi?
  • Hvernig nýtast þeir þér í krefjandi aðstæðum?
  • Ertu að nýta alla þína helstu styrkleika?

Ávinningur/markmið
Aukin meðvitund um tengsl styrkleika og starfsorku  bæði stjórnenda og starfsfólks.

 

Ávinningur/markmið

  • Að stjórnendur og starfsfólk þekki tengsl styrkleika og starfsorku eigin áskoranir
  • Að stjórnendur og starfsfólk þekki eigin styrkleika og áskoranir tengdar þeim
  • Að styðja við og efla jákvæða heilsu starfsfólks
  • Að styðja við og efla jákvæða vinnustaðamenningu
  • Að styðja við markmið og árangur vinnustaðarins þíns

 

Bókaðu: saga@sagastoryhouse.is / S: 625 8550

  • Fyrirlestur 10 – 60 mínútur, eftir þörfum
  • Námskeið 1 klst.
  • Námskeið 2 klst.
  • Námskeið 2 klst plús þar sem við sérsníðum eftir þínum þörfum
  • Ábyrgð er einnig í boði sem opin námskeið fyrir einstaklinga og sem stjórnendaþjálfun.
    Fylgstu með auglýsingum á fb-síðu Sögu, Instagram og hér á vefnum.


Verð

Verð fer eftir tímalengd og fjölda þátttakenda

Við virkjum vísindin með vinnustaðnum þínum og notum gagnreyndar leiðir til að ná árangri. Við bjóðum upp á valdeflandi vinnustofu með virkri þátttöku sem styður við jákvæða og árangursríka vinnustaðamenningu. Hver vinnustaður á sér ríka sögu. Hvernig viljið þið skrifa næsta kafla í ykkar sögu? 

 

Stækkaðu stundina!

Veitingar!
Við lærum lítið þegar við erum svöng! Við hjálpum þér að hugsa vel um hópinn þinn:

  • Fallegur ostabakki með fjölbreyttu gúmmelaði, sódavatni og engiferskoti meðan á fræðslu stendur. Verð kr. 1.250 per þátttakanda.
  • Við pöntum aðrar veitingar að vild fyrir hópinn þinn og framreiðum fallega fyrir fólkið þitt
  • Viltu bjóða upp á ,,happy hour“ í lok námskeiðs?

    *Ath. Við getum sent sér reikning fyrir veitingum. 


Djúpslökun! 

Hlúðu að starfsfólkinu þínu!

  • Við leiðum hópinn þinn inn í notalega, nærandi djúpslökun í lok tímans
  • Við bjóðum upp á reynda kennara og allan búnað; dýnur, púða, teppi og augnhvílur, svo að fólkinu þínu líði sem best

 

Vinnustofu Sögu!

  • Skiptu um umhverfi og bjóddu hópnum þínum upp á notalega upplifun í fallegu lærdómsumhverfi á vinnustofu Sögu
  • Nýttu þér aðstöðuna á Sögu og lengdu daginn með öðrum fyrirlesurum eða annarri vinnu með hópnum þínum
    Leiga fyrir aðra fræðslu/vinnu: Kr. 12.000 per klst. Innifalið: Kaffi, te, frágangur og þrif

 

Við mælum með!

 

  • Lengdu daginn og bættu við fleiri vinnustofum eða fyrirlestrum frá Sögu
  • Fáðu tilboð í heilsueflandi fræðslupakka Sögu og veldu nokkrar vinnsutofur og/eða fyrirlestra til að nýta fyrir starfsstaðinn þinn yfir árið
  • Skoðaðu vöruúrval Sögu hér:  Námskeið – Saga Story House
  • Heyrðu í okkur og við hjálpum þér að velja það besta fyrir hópinn þinn!

Vitnisburður þáttakenda

Verð:

Kennarar

Ingibjörg Valgeirsdóttir MBA | MA diplóma í jákvæðri sálfræði | BA Menntunarfræði | Yogakennararéttindi
Guðbjörg Björnsdóttir iðjuþjálfi | MA diplóma í jákvæðir sálfræði | Yogakennararéttindi

Tímasetning

Bókaðu fyrir hópinn þinn! saga@sagastoryhouse.is | 625 8550 | 625 8560

Tímalengd

Staðsetning

Vinnustofa Sögu, Flatahraun 3, 2. hæð, 220 Hafnarfjörður eða á vinnustaðnum þínum

Verð

Við bendum þér á Áttina, fræðslustyrki fyrir fyrirtæki. Stéttarfélög hafa tekið þátt í kostnaði vegna þátttöku á þessu námskeiði. Við hvetjum þig til að kanna möguleika hjá þínu stéttarfélagi.
Facebook