VILLT VÆRÐ
ró í óróa

Óróar skapaður úr rekavið frá Trékyllisvík og Árnesey á Ströndum. Þessi fallegi viður á langa lífssögu, allt frá því að vaxa upp sem tré í skógum Síberíu, falla þar í fljótin og berast síðar með hafstraumum langar leiðir hingað á Íslandsstrendur. Viðurinn mótast á náttúrulegan hátt á þessu mikla lífsferðalagi sínu, veðrast og mýkist. Kannski eins og við mannfólkið?

Með virðingu fyrir þessari fallegu lífssögu, sem minnir okkur á að við erum hluti af stærra samhengi, höfum við þurrkað viðinn og gefið honum framhaldssögu í óróa.

Verð er breytilegt eftir hönnun og stærð.

Hægt er að panta eða skoða óróa á Vinnustofu Sögu.

Facebook