Um okkur

Saga Story House er heilsueflandi fræðslufyrirtæki í eigu Guðbjargar Björnsdóttur og Ingibjargar Valgeirsdóttur. Þær hafa víðtæka menntun og áratuga reynslu af stjórnun, verkefnastjórn, fræðslu og ráðgjöf.   

Guðbjörg

Guðbjörg Björnsdóttir er iðjuþjálfi að mennt með MA-diploma í jákvæðri sálfræði auk þess að vera með Yoga Nidra kennararéttindi. Hún hefur áratuga reynslu af að starfa við endurhæfingu innan heilbrigðiskerfisins bæði hér heima og í Danmörku.  Guðbjörg hefur starfað með öllum aldurshópum og býr yfir víðtækri reynslu af að leiða og þróa teymisvinnu auk stjórnunarreynslu. Hún hefur einnig verið sjálfstætt starfandi með eigin stofu við ráðgjöf og þjálfun.

Ingibjörg

Ingibjörg Valgeirsdóttir er með MBA, MA-diploma í jákvæðri sálfræði, BA. Í uppeldis- og menntunarfræðum, Yoga- og Yoga Nidra kennararéttindi. Hún hefur áralanga víðtæka stjórnunarreynslu, m.a. sem sveitarstjóri, hafnarstjóri, framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilis, heimaþjónustu og unglingaathvarfs. Ingibjörg hefur í gegnum tíðina samhliða unnið við háskólakennslu, verkefnastjórnun og þjálfun einstaklinga og starfsmanna- hópa bæði hér heima og erlendis.