Persónuverndarstefna

Saga Story House ehf. fer í öllu eftir persónuverndarlögum og er umhugað um örugga meðferð persónuupplýsinga. Með persónuverndarstefnu Sögu Story House eru veittar upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga.

  1. Upplýsingar um fyrirtækið

Saga Story House ehf., kt. 510119-0100, er fræðslu- og lífsgæðafyrirtæki sem býður upp á fræðslu og vörusölu. Meginmarkmið Sögu Story House ehf. er að efla tengsl eintaklinga við sjálfa sig, samferðafólkið og náttúruna í gegnum fjölbreytt fræðsluframboð þar sem m.a. er unnið er eftir hugmyndafræði iðjuþjálfunar, experiential learning og heimspeki Yoga.

Saga Story House ehf. er einkahlutafélag í eigu Guðbjargar Björnsdóttur, kt. 220675-4839, og Ingibjargar Valgeirsdóttur, kt. 130673-5979.

  1. Meðhöndlun viðkvæmra persónuupplýsinga

Starfsfólk Sögu Story House skal ávallt gæta ítrustu varúðar við vinnslu og vörslu viðkvæmra persónuupplýsinga. Í 3. tölulið 1. mgr. 3. gr. persónuverndarlaga er útlistað hvaða upplýsingar teljast vera viðkvæmar persónuupplýsingar í skilningi laganna. Viðkvæmar upplýsingar teljast til dæmis upplýsingar um kynþátt, þjóðernislegan uppruna, heilsufar o.fl. 

  1. Tilgangur vinnslu

Persónuupplýsingar eru notaðar í eftirfarandi tilgangi:

  • Til að upplýsa viðskiptavini um fræðslu sem þeir eru skráðir í með tölvupósti, símtölum eða sms.
  • Til að afgreiða umsóknir frá VIRK, Vinnumálastofnun, öðrum fræðsluaðilum, fyrirtækjum, stofnunum, félagasamtökum eða öðrum samstarfsaðilum um þátttöku einstaklinga í þjónustu hjá Saga Story House ehf.
  • Til að halda utan um viðveru þátttakenda. Einungis er stuðst við fornöfn á viðverulistum sem geymdir eru í læstum rýmum og eytt innan við 12 mánuðum eftir að fræðslu lýkur.
  • Til að viðhalda góðum gæðum á þjónustu með matsblöðum þar sem þátttakendum er frjálst að setja nafn sitt undir eða ekki.
  • Við framkvæmd viðskipta, s.s. í tengslum við útgáfu reikninga og bókhaldskerfi.
  • Til að fylgjast með heimsóknum á vefmiðla fyrirtækisins með það að markmiði að efla gæði þjónustu og notendaupplifun viðskiptavina.
  • Til að upplýsa viðskiptavini um áframhaldandi/frekari þjónustu og vörur Sögu Story House með tölvupóstum, símtölum og sms.
  • Til að upplýsa einstaklinga sem hafa skráð sig á póstlista Sögu Story House á vefsíðunni sagastoryhouse.is um þjónustu og vörur með tölvupósti.
  • Hægt er að afþakka kynningarefni hvenær sem er með tölvupósti á saga@sagastoryhouse.is.
  1. Miðlun persónuupplýsinga til utanaðkomandi aðila

Í vissum tilvikum þarf Saga Story House ehf. að miðla persónuupplýsingum til utanaðkomandi aðila, til dæmis á grundvelli þjónustusamnings. Þegar svo ber undir skal Háskóli Íslands sjá til þess að viðeigandi verndarráðstafanir séu til staðar.

  1. Fræðsla starfsfólks

Starfsfólk Saga Story House ehf. skrifar undir trúnaðaryfirlýsingu og fær fræðslu um persónuverndarstefnu Saga Story House ehf.

  1. Öryggi, áreiðanleiki og takmörkun vinnslu

Saga Story House ehf. skal tryggja öryggi þeirra persónuupplýsinga sem fyrirtækið vinnur með. Saga Story House ábyrgist að viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar verndarráðstafanir séu til staðar sem koma eiga í veg fyrir óleyfilega eða ólögmæta vinnslu.

Gildistími
Persónuverndarstefna Saga Story House ehf. er í gildi frá og með 2. janúar 2019.