Staldra við

- náttúrunámskeið við streitu

er eitt af fjölbreyttum heilsueflandi námskeiðum fyrir einstaklinga og starfsmannahópa

– Námskeið, fyrirlestrar, sérsniðnir starfsdagar
– Ráðgjöf og aðstoð við heilsueflandi breytingar á vinnurýmum

Vellíðan (Wellbeing) – Núvitund – Streitulosun – Starfsorka – Jákvæð heilsa! 

Námskeið

Námskeið, fyrirlestrar og starfsdagar fyrir einstaklinga og starfsmannahópa. Námskeiðin fara fram í notalegu lærdómsumhverfi á Vinnustofu Sögu.

Um okkur

Guðbjörg Björnsdóttir iðjuþjálfi og Ingibjörg Valgeirsdóttir MBA, BA. uppeldis- og menntunarfræði, eigendur og þjálfarar Sögu – Story House.

Um Sögu

Saga – Story House er farvegur fyrir lærdóm og framþróun einstaklinga og starfsmannahópa. Lífsgæðafyrirtæki, stofnað árið 2019. 

Á námskeiðum Sögu er stuðst við hugmyndafræði og kennsluaðferðir sem byggja á  gagnreyndri nálgun; hugmyndafræði iðjuþjálfunarfræða, reynslunáms (Experiential Learning), kenningar um heilandi áhrif náttúru, umhverfissálfræði, hæglæti (Slow Living), Yoga Nidra og núvitundarþjálfun (Insight Meditation / Mindfulness).

Leiðarljós Sögu er að efla tengsl einstaklinga við sjálfa sig, samferðafólkið og náttúruna. Við trúum að þar liggi kjarni lífsgæða, árangurs og framþróunar.