Staldra við - INNANDYRA

Fræðsla og djúpslökun í hverjum tíma. Námskeiðið hentar vel fólki sem upplifir áreiti og streitu í lífi og/eða starfi og hefur þörf fyrir að staldra við í hraða hversdagsins og öðlast endurheimt.

Lýsing

Hver tími samanstendur af fræðslu og djúpslökun. Námskeiðið er frábrugðið hefðbundnu Staldra við námskeiði að því leyti að ekki verður farið í kyrrðargöngur út í náttúruna þar sem það hentar ekkki öllum.

1. Streita, streituviðbrögð, jákvæð/neikvæð streita, endurheimt
2. Nærandi skynjun – skynúrvinnsla, áhrif skynjunar á daglegt líf, núvitund
3. Nærandi athafnir – jafnvægi í daglegum athöfnum, flæðiskenningin, endurheimt í athöfnum,
4. Langanir – innsæi í eigin þarfir, tilgang og framtíðarsýn
5. Næring í starfi – starfsánægja, starfsorka, stefnumótun, vinnuvistfræði
6. Ábyrgð – ábyrgð í eigin lífi
7. Bandamenn – mikilvægi tengsla, bjargráð
8. Samantekt, ígrundun, umræður

Vitnisburður þáttakenda

Verð:

64.000kr.

Kennarar

Guðbjörg Björnsdóttir Iðjuþjálfi | MA-diplóma í jákvæðri sálfræði | Yoga Nidra kennararéttindi
Ingibjörg Valgeirsdóttir MBA | MA-diplóma í jákvæðri sálfræði | BA Uppeldis- og menntunarfræði | Yoga- og Yoga Nidra kennararéttindi

Tímasetning

22. ágúst l Mánudagar l Miðvikudagar l Föstudagar 13:00-15:00

Tímalengd

3 vikur | 16 klst.

Staðsetning

Vinnustofa Sögu, Flatahraun 3, 2. hæð, 220 Hafnarfjörður

Verð

64.000kr.
Facebook