Næring í starfi - Vinnustofa | Djúpslökun

Langar þig að efla lífsgæði í starfi? Vera meðvituð/meðvitaður um það sem nærir þig? Huga að hvíld og endurheimt í daglegu lífi? Vinnustofa um núvitund og næringu í starfi sem lýkur með endurheimt og djúpslökun undir teppi. Hentar fyrir einstaklinga og starfsmannahópa.

Lýsing

Áhersla er lögð á að efla lífsgæði í starfi:

– Núvitund í starfi og daglegu lífi.
Jákvæð áhrif skynjunar, skynúrvinnslu á líðan og lífsgæði.

– Næring í starfi.
Að vera meðvituð/meðvitaður um það sem nærir þig í starfi er lykillinn að starfsorku þinni og starfsánægju og verðugt að gefa rými.

– Djúpslökun.
Leidd slökun með aðferðum Yoga Nidra og Gong tónheilun þar sem áherslu er á endurheimt, hvíld og slökun.

Markmið:
Að þátttakendur læri aðferðir sem stuðla að aukinni sjálfsþekkingu, seiglu og endurheimt til að efla starfsorku, starfsánægju og lífsgæði í  lífi og starfi. Lögð er áhersla á að þátttakendur geti yfirfært aðferðir/þekkingu á daglegt líf.

Fyrir:
Hentar vel fyrir bæði einstaklinga og hópa.

Starfsmannahópar geta bókað námskeiðið sérstaklega fyrir sig og hafa möguleika á að bæta við notalegri samverstund á Vinnustofu Sögu í lok námskeiðs. Starfsmannahópar geta einnig skipt djúpslökun út fyrir kyrrðargöngu eða bætt henni við.

Þetta námskeið er samstarfsverkefni Sögu – Story House og Þekkingarmiðlunar.

 

Vitnisburður þáttakenda

,,Fólkið var mjög ánægt með ykkar innlegg og það voru allir á því að ykkar nálgun hafi verið fersk og innihaldsrík. Takk fyrir okkur.” Haraldur Sigurðsson framkvæmdastjóri, Reykjavíkurborg.

Verð:

18.000kr.

Kennarar

Guðbjörg Björnsdóttir | Iðjuþjálfi | Yoga Nidra kennararéttindi
Ingibjörg Valgeirsdóttir | MBA | BA uppeldis- og menntunarfræði | Yoga Nidra kennararréttindi

Tímasetning

Miðvikudaginn 2. febrúar 2022

Tímalengd

Kl. 13:00 – 16:00

Staðsetning

Vinnustofa Sögu | Flatahraun 3, 2. hæð | 220 Hafnarfjörður

Verð

18.000kr.
Stéttarfélög hafa tekið þátt í kostnaði vegna þátttöku á þessu námskeiði. Við hvetjum þig til að kanna möguleika hjá þínu stéttarfélagi.
Share on facebook
Facebook