Fólk fyrir Fólk

Starfar þú við að þjónusta annað fólk? Að þjónusta fólk er bæði gefandi og krefjandi. Þar ert þú verkfærið sem brýnt er að hlúa vel að. Á námskeiðinu gefst þér rými til að huga að leiðum sem sporna gegn álagi og streitu á krefjandi tímum með því að skoða það sem nærir þig í daglegu starfi.

Lýsing

Námskeiðið er samstarfsverkefni Sögu – Story House og Þekkingarmiðlunar.

Innihald:
Á námskeiðinu gefst þér rými til að huga að leiðum sem sporna gegn álagi og streitu á krefjandi tímum með því að skoða það sem nærir þig í daglegu starfi:

Áherslur:
– Núvitund í starfi og daglegu lífi – jákvæð áhrif skynjunar, skynúrvinnslu á líðan og lífsgæði.
– Næring í starfi – að verja starfsorkuna og viðhalda jafnvægi. Huga að leiðum sem sporna gegn álagi og streitu á krefjandi tímum með því að skoða það sem nærir þig í starfi og gefur endurheim.
– Djúpslökun – leidd slökun með áherslu á endurheimt og streitulosun.

Markmið: Að nemendur læri aðferðir sem stuðla að aukinni sjálfsþekkingu, seiglu og endurheimt til að takast á við álag og streitu í starfi á valdeflandi,  uppbyggilegan og aðgengilegan hátt. Að nemendur geti yfirfært aðferðir/þekkinguna á daglegt líf.

 

 

Vitnisburður þáttakenda

,,Takk kærlega fyrir mig, fer endurnærð, yfirveguð, stolt og ánægð með mig og starfið inn í helgina“.

Verð:

18.000kr.

Hreinsa

Kennarar

Guðbjörg Björnsdóttir iðjuþjálfi | Yoga Nidra kennararéttindi
Ingibjörg Valgeirsdóttir MBA |  BA uppeldis- og menntunarfræði | Yoga | Yoga Nidra

Tímasetning

Eftir samkomulagi

Tímalengd

2 klst.

Staðsetning

Vinnustofa Sögu, Flatahraun 3, 2. hæð, 220 Hafnarfjörður

Verð

18.000kr.
Stéttarfélög hafa tekið þátt í kostnaði vegna þátttöku á þessu námskeiði. Við hvetjum þig til að kanna möguleika hjá þínu stéttarfélagi.
Facebook