Á námskeiðinu verður fjallað um skynjun barnsins, undrun þess og veröldina sem það er að uppgötva. Lögð er áhersla á notalega og nærandi samverustund þar sem fjallað verður um hreyfiþroska, skynúrvinnslu, iðju barnsins og áhrif umhverfis á iðju og þroska.

Fyrir hverja?

Námskeiðið er fyrir 1 árs og yngri í fylgd með fullorðnum. Hentar vel börnum á aldrinum 6 – 12 mánaða.

Ath. tímasetning á næsta námskeiði verður auglýst fljótlega.