
Framhaldsnámskeið þar sem við höldum áfram að vinna með heilandi áhrif náttúru á álag og streitu. Kennt er tvisvar í viku, þrjá tíma í senn í 4 vikur.
,,Það sem ég tek með mér eftir þetta námskeið er innri ró. Ég er mun afslappaðri og rólegri í daglegu lífi. Eitthvað sem ég hélt að ég myndi aldrei finna“.
Vitnisburður þátttakanda á grunnnámskeiði.
Fyrir hverja?
Námskeiðið hentar öllum þeim sem lokið hafa grunnnámskeiði, Staldra við – Heilandi áhrif náttúru á streitu og kulnun, og vilja öðlast reynslu af áframhaldandi náttúrutengingu og fleiri aðferðum sem geta stuðlað að jákvæðri heilsu.
.
Uppbygging námskeiðs:
- Náttúrutenging – Heilandi náttúruupplifanir með hægð og hlýju
Boðið er upp á náttúrutengingu með áherslu á núvitund og heilandi áhrif á líðan og lífsgæði. Unnið er með fjölbreyttar náttúruupplifanir og kyrrðargöngur með hægð og hlýju. Gengið er að hluta til í þögn þar sem áhersla er lögð á að hvíla í náttúrunni, skynja hana og tengja við eigið innsæi. Notalegur útifatnaður og þægilegir skór styðja við nærandi útiveru. - Slökun, hvíld og léttar núvitundaræfingar
Boðið er upp á slökun með aðferðum Yoga Nidra og Metta-hugleiðslu þar sem áhersla er lögð á kyrrð og hvíld í hlýlegu umhverfi. Gerðar verða einfaldar yoga-, öndunar- og núvitundaræfingar þar sem unnið verður að því að tengja núvitund/mindfulness með mýkt og markvissum hætti inn í daglegt líf. Notalegur klæðnaður, hlýjir sokkar og teppi styðja við slökun og hvíld. - Fræðsla/verkefnavinna
Unnin verða verkefni þar sem verkfærum, aðferðum og ólíkum leiðum, sem stuðla að jákvæðri heilsu er fléttað inn í dagskrá námskeiðsins.
,,Námskeiðið hefur hjálpað mér að hægja á og læra að njóta augnabliksins og stundanna. Virkilega góð verkfæri út í lífið“
,,Vel útpælt og afar vel útfært“.
,,Mjög ánægð, hlakkaði alltaf til að mæta og var mjög leið yfir að missa af einum tíma“
Vitnisburðir þátttakenda á grunnnámskeiði.
Hugmyndafræði
Stuðst verður við hugmyndafræði iðjuþjálfunar, hugmyndafræði Jákvæðrar heilsu (Positive Health), kenningar um heilandi áhrif náttúrunnar, ,,hæglætishugmyndafræði“ (Slow Living) sem miðar að því að hægja á í hraða hversdagsins, hugmyndafræði reynslunáms (Experiental Learning) með mildri nálgun, Yoga Nidra og núvitund.
Tímasetning
Næsta námskeið hefst þriðjudaginn 1. desember.
Kennsludagar: Þriðjudagar 13:00 – 16:00.
Tímalengd: 4 vikur, alls 24 klst.
Kennarar: Guðbjörg Björnsdóttir iðjuþjálfi og Yoga Nidra kennari og
Ingibjörg Valgeirsdóttir MBA, BA uppeldis- og menntunarfræði/fjölmiðlafræði, Yoga- og Yoga Nidra kennari
Verð: Kr. 77.250
Skráning í síma: 625 8550 | 625 8560
Skráning í tölvupósti: saga@sagastoryhouse.is
Þátttakendur eru hvattir til að kanna styrki hjá stéttarfélögum.