Einstaklingar | Fjölskyldur | Fagaðilar


Ráðgjöf fyrir einstaklinga á öllum aldri; börn, ungmenni, fullorðna og aldraða, fjölskyldur og fagaðila.
Ráðgjöfin miðar að því að auka lífsgæði í daglegu lífi:

– Greina og leysa iðjuvanda – dagleg iðja og þátttaka í lífi, leik, námi og starfi
– Mat á skólaumhverfi
– Mat á félagslegri færni
– Mat á skynúrvinnslu (Sensory Profile)
– Börn með vanda af sálfélagslegum toga
– Alzheimer og aðrir heilabilunarsjúkdómar
– Færnitap/takmarkaðir möguleikar á þátttöku í athöfnum daglegs lífs (ADL)
– Hjálpartæki, velferðartækni
– Úttekt og úrlausnir á heimilum aldraðra
– Áhrif umhverfis á líðan
– Vinnuumhverfi, vinnustellingar
– ofl.


Guðbjörg Björnsdóttir er iðjuþjálfi að mennt frá Ergo- og fysioterapiskolen (University College of Northern Denmark) í Álaborg og Yoga Nidra kennari. Hún hefur víðtæka reynslu af fjölskylduvinnu, vettvangsathugunum, ráðgjöf og meðferðarstarfi á barna- og unglingageðdeild, geðsviði fullorðinna, deildarstjórn í öldrunarþjónustu (hjúkrunarheimili, dagþjálfun) og vinnuvistfræði auk þess að hafa starfað sjálfstætt við ráðgjöf.

Guðbjörg hefur sérhæft sig í að efla iðju, heilsu og lífsgæði barna og ungmenna í sálfélagslegum vanda og fólks sem er að takast á við aldurstengt færnitap, s.s. skerta hreyfigetu, Alzheimer og aðra heilabilunarsjúkdóma, sjá nánar hér.

Hafið samband í síma 625 8560 eða sendið tölvupóst í netfangið gudbjorg@sagastoryhouse.is

Fyrirtæki | Stjórnendur | StarfsfólkRáðgjöf fyrir fyrirtæki, stjórnendur og starfsfólk.
Ráðgjöfin miðar að því að auka lífsgæði á vinnustað:

– Stefnumótun, gildi, framtíðarsýn
– Hugmyndafræði
– Frá hugmynd í framkvæmd
– Mannaráðningar
– Ferilskrár
– Breytingar
– Upplýsingaflæði
– Áhrif umhverfis á líðan
– ofl.

Ingibjörg Valgeirsdóttir er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, hún tók hluta af náminu í CEIBS (China Europe International Business School) í Shanghai, BA-gráðu í uppeldis- og menntunarfræðum/fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands og bæði Yoga- og Yoga Nidra kennararéttindi.

Ingibjörg hefur víðtæka reynslu af stjórnun í opinberri þjónustu, m.a. sem sveitarstjóri, hafnarstjóri, framkvæmdastjóri öldrunar- og heimaþjónustu (hjúkrunarheimili, dagþjálfun, heimaþjónusta, félagsstarf) og forstöðumaður í stuðningsúrræði fyrir börn og ungmenni, auk þess að hafa setið í fjölmörgum stjórnum og starfað sjálfstætt við þjálfun og ráðgjöf, sjá nánar hér.

Hafið samband í síma 625 8550 eða sendið tölvupóst í netfangið ingibjorg@sagastoryhouse.is