Nafnið Saga – Story House er tilvísun í bæði fólk og sögur. Lífssögur hafa haft afgerandi áhrif á líf okkar og störf og verið viðfangsefni okkar alla tíð.

Okkur finnst skemmtilegt að miðla því sem veitir okkur innblástur, nærir eða kemur okkur á óvart. Við elskum að taka myndir, fanga augnablik, sögur og andrúmsloft. Og við elskum að skrifa.

Fólk og sögur er yfirskrift á greinum, myndabloggi og örsögum um það sem snertir okkur á hverjum tíma.