Heilsueflandi lífsgæðaferðir
– Slow Travel | Gentle Travel

Heilsueflandi lífsgæðaferðir bæði innanlands og erlendis fyrir eldri borgara og aðra hópa sem vilja efla heilsu og vellíðan. Ferðir þar sem m.a. heilandi áhrif náttúru hreyfa við okkur. Lífsgæðaferðirnar eru undir áhrifum hugmyndafræði Slow Travel / Gentle Travel eða Að ferðast með hægð.

Um er að ræða sérsniðnar ferðir fyrir einstaklinga og hópa eða opnar ferðir í samstarfi við ferðaþjónustuaðila.

.

Jakobsvegurinn – samstarf við Mundo

Hefur þig lengi dreymt um að ganga Jakobsveginn? Getur verið að nú sé komið að því? Langar þig að njóta pílagrímagöngunnar í rólegheitum og hafa tíma til að meðtaka listir, sögu og náttúru sem fyrir augu ber á leiðinni? Langar þig að hægja á eða jafnvel setja þér heilsumarkmið um að geta gengið 12-13 km. á dag í vor? Það gleður okkur að kynna til leiks samstarf við ferðaskrifstofuna Mundo.

Dagana 11. – 21. maí 2020 munum við leiða áhugasama um Jakobsveginn, frá Sarria til Santiago de Compostela. Gönguferð fyrir þá sem vilja smjatta á lífinu á meðan við njótum þess að ganga síðustu 100 km á Pílagrímastígnum á rólegum hraða, þar sem skiptast á hólar og hæðir, skógar, landbúnaðarhéruð, borgir og bæir.
Sjá nánar á vef Mundo: https://mundo.is/tour/jakobsvegur-sidustu-100km-i-rolegheitum/

Erlendir gestir

Við tökum á móti erlendum eldri borgurum og öðrum gestum á ferðalagi um Ísland, einstaklingum og hópum og bjóðum upp á sérsniðnar lífsgæðaferðir í samstarfi við ferðaþjónustuaðila.