Heilsueflandi lífsgæðaferðir
– Slow Travel | Gentle Travel

Heilsueflandi lífsgæðaferðir bæði innanlands og erlendis fyrir eldri borgara og aðra hópa sem vilja efla heilsu og vellíðan. Ferðir þar sem m.a. heilandi áhrif náttúru hreyfa við okkur. Lífsgæðaferðirnar eru undir áhrifum hugmyndafræði Slow Travel / Gentle Travel eða Að ferðast með hægð.

Við veitum einstaklingsmiðaða þjónustu fyrir fólk sem er að takast á við færnitap af ýmsu tagi, s.s. skerta hreyfifærni, Alzheimer eða aðra heilabilunarsjúkdóma.

Um er að ræða sérsniðnar ferðir fyrir einstaklinga og hópa eða opnar ferðir í samstarfi við ferðaþjónustuaðila.

Erlendir gestir

Við tökum á móti erlendum eldri borgurum og öðrum gestum á ferðalagi um Ísland, einstaklingum og hópum og bjóðum upp á sérsniðnar lífsgæðaferðir í samstarfi við ferðaþjónustuaðila.