Leiðarljós Sögu – Story House er að vinna að því að efla tengsl einstaklinga við sjálfa sig, samferðarfólkið og náttúruna.

Saga – Story House er undir áhrifum af hugmyndafræði og kenningum um heilnæm áhrif náttúru á líðan, Slow Movement, hugmyndafræði reynslunáms (Experiential Learning), heimspeki yogafræðanna, núvitund (Mindfulness/Vipassana) og japönsku hugmyndafræðinni Wabi Sabi.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Við horfum jafnframt til framsetningar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og Landlæknisembættis Íslands á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, þar sem heimsmarkmið nr. 3, heilsa og vellíðan, er miðdepill markmiðanna og tengist þeim öllum.