Fólk fyrir Fólk

Starfar þú við að þjónusta annað fólk? Að þjónusta fólk er bæði gefandi og krefjandi. Þar ert þú verkfærið sem brýnt er að hlúa vel að.

Á námskeiðinu gefst þér rými til að huga að leiðum sem sporna gegn álagi og streitu á krefjandi tímum með því að skoða það sem nærir þig í daglegu starfi.

Fyrir hverja?

Hentar vel fyrir starfsfólk í:
-Menntakerfi
-Frístundaþjónustu
-Félagsþjónustu
-Barnavernd
-Heilbrigðisþjónustu
-Félagasamtökum
-Mannauðsstjórnun
– ofl.

Næst:
Föstudaginn 12. mars
Föstudaginn 9. apríl


Lífsgæði í leikskólastarfi

Lífsgæði í leikskólastarfi er fræðslupakki fyrir starfsfólk leikskóla sem inniheldur ólíkar vinnustofur með áherslu á jákvæð samskipti og sterkt stoðkerfi.

Um er að ræða tvo mikilvæga áhættuþætti varðandi álag og streitu í starfsumhverfi starfsfólks leikskóla.

Leikskólar geta keypt einstaka vinnustofur eða fræðslupakkann í heild. Vinnustofurnar henta vel á starfsmannafundum og starfsdögum/skipulagsdögum.


.

.

Sérsníðum starfsdaga

Tími þinn sem stjórnandi er dýrmætur. Leyfðu okkur að hafa umsjón með starfsdeginum og leyfðu þér að njóta faglega hluta dagsins.

Sérsníðum starfsdaga fyrir starfsstaðinn þinn, kannaðu möguleikana.