Námskeiðið er samstarfsverkefni Sögu – Story House og Þekkingarmiðlunar.

Hugsum um fólk sem hugsar um fólk! Að þjónusta fólk er bæði gefandi og krefjandi. Þar er starfsmaðurinn sjálfur verkfærið sem mikilvægt er að huga vel að. Brýnt er að hlúa sérstaklega vel að mannauðnum í starfsumhverfi þar sem streita og kulnun fer vaxandi í íslensku samfélagi. Forvarnir skipta máli. 

Innihald:
Á námskeiðinu gefum við okkur rými til að skoða það sem nærir okkur í daglegu starfi og hugum að því sem reynist okkur vel ef við finnum fyrir álagi og/eða streitu. Við beinum athyglinni að starfsmanninum sjálfum og mikilvægi hans, eldmóði, tilgangi, innsæi, styrk, streitulosun, endurheimt og lífsgæðum. Á námskeiðinu hugum við einnig að tengslanetinu, hlúum að nærandi tengslum og sköpum ný. 


Hentar vel fyrir starfsfólk í:

-Menntakerfi
-Frístundaþjónustu
-Félagsþjónustu
-Barnavernd
-Heilbrigðisþjónustu
-Félagasamtökum
-Mannauðsstjórnun
-ofl.


Næstu námskeið:
Föstudaginn 2. október, kl. 9:00 – 12:00
– Fyrir starfsfólk í heilbrigðisþjónustu UPPSELT

Föstudaginn 9. október, kl. 9:00 – 12:00
– Fyrir starfsfólk í menntakerfi

Föstudaginn 16. október, kl. 9:00 – 12:00
– Fyrir starfsfólk í heilbrigðisþjónustu

Föstudaginn 23. október, kl. 9:00 – 12:00
– OPIÐ NÁMSKEIÐ

Uppbygging:
Fræðsla, verkfæri, djúpslökun.

Kennarar:
Guðbjörg Björnsdóttir Iðjuþjálfi | Yoga Nidra
Ingibjörg Valgeirsdóttir MBA |  BA uppeldis- og menntunarfræði | Yoga | Yoga Nidra 

Notalegt
: Ullarsokkar, þægilegur klæðnaður og teppi fyrir djúpslökun styðja við námsferlið. 

Staðsetning: Vinnustofa Sögu, Flatahraun 3, 2. hæð, 220 Hafnarfjörður

Verð: kr. 18.000

Skráning: s8aga@sagastoryhouse.is eða í síma 6258550 / 6258560

,,Takk kærlega fyrir mig, fer endurnærð, yfirveguð, stolt og ánægð með mig og starfið inn í helgina“.

,,Hef aldrei verið jafn ánægð með námskeið og þið eigið hrós skilið fyrir allt utanumhald“.

Þátttakendur eru hvattir til að kanna styrki hjá stéttarfélögum. Flest stéttarfélög taka þátt í kostnaði vegna námskeiða.