Námskeiðið er samstarfsverkefni Sögu – Story House og Þekkingarmiðlunar.

Starfar þú við að þjónusta annað fólk? Að þjónusta fólk er bæði gefandi og krefjandi. Þar ert þú verkfærið sem brýnt er að hlúa vel að.

Innihald:
Á námskeiðinu gefst þér rými til að huga að leiðum sem sporna gegn álagi og streitu á krefjandi tímum með því að skoða það sem nærir þig í daglegu starfi:

– Núvitund
– Næring í starfi
– Djúpslökun í lok tíma

Fyrir hverja?
Hentar vel fyrir starfsfólk í:

-Heilbrigðisþjónustu
– Menntakerfi
-Frístundaþjónustu
-Félagsþjónustu
-Barnavernd
-Félagasamtökum
-Mannauðsstjórnun
-ofl.


Næstu opnu námskeið:
– Föstudaginn 9. apríl, kl. 9:00 – 12:00

Starfsmannahópar
Fólk fyrir Fólk er einnig í boði fyrir starfsmannahópa, tímasetning og tímalengd sérsniðin að þörfum starfsstaða í samráði við stjórnendur.

Kennarar:
Guðbjörg Björnsdóttir Iðjuþjálfi | Yoga Nidra
Ingibjörg Valgeirsdóttir MBA |  BA uppeldis- og menntunarfræði | Yoga | Yoga Nidra 

Notalegt
: Ullarsokkar, þægilegur klæðnaður, koddi og teppi fyrir djúpslökun styðja við námsferlið. 

Staðsetning: Vinnustofa Sögu, Flatahraun 3, 2. hæð, 220 Hafnarfjörður

Verð: kr. 18.000

Skráning: saga@sagastoryhouse.is eða í síma 6258550 / 6258560

,,Takk kærlega fyrir mig, fer endurnærð, yfirveguð, stolt og ánægð með mig og starfið inn í helgina“.

Við hvetjum þig til að kanna styrki hjá þínu stéttarfélagi.