Gæðastundir í sumar með fólki sem er að huga að sömu hlutum og þú.

Fyrir hverja?

Tilvalið tækifæri fyrir fólk á besta aldri sem vill næra eldmóð sinn, huga að heilsu og vellíðan og stækka tengslanet sitt.

Markmið og uppbygging:
 1. Heilsuefling
  Farið verður í einfaldar, nærandi yogaæfingar bæði sitjandi og standandi, slökunar- og núvitundaræfingar og kyrrðargöngur með hægð og hlýju þar sem gengið er að hluta til í þögn.
 2. Rækta eldmóð og áhugasvið
  Hvaða eldmóð vil ég næra? Hvaða áhugamál vil ég rækta? Tækifæri til að efla lífsgæði í gegnum gömul og ný áhugasvið.
 3. Öðlast þekkingu á velferðartækni
  Fræðsla um velferðartækni og kynning á því helsta sem er að gerast í velferðartækni á Íslandi í dag.
 4. Skoða tækifæri til að efla lífsgæði
  Á námskeiðinu verður farið yfir fjölbreytt tækifæri til að efla lífsgæði og skoðað hvaða þjálfunarmöguleikar og stuðningsúrræði eru í boði.
 5. Stækka tengslanetið
  Maður er manns gaman. Á námskeiðinu hefur þú möguleika á að stækka tengslanetið og eiga gæðastundir með fólki sem er að huga að sömu hlutum og þú.

Staðsetning:
Námskeiðið fer fram í nýju Lífsgæðasetri sem opnað verður á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði í júní 2019.

Tímasetning:
Mánudaginn 27. júní 2019, 9:30 – 14:00
Miðvikudaginn 29. júní 2019, 9:30 – 14:00
Verð: 19.000
Verð fyrir eldri borgara: kr. 16.500
Heilnæm næring í hádeginu innifalin.

Kennarar:
Guðbjörg Björnsdóttir iðjuþjálfi og Yoga Nidra kennari og Ingibjörg Valgeirsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðum/fjölmiðlafræði, MBA, Yoga- og Yoga Nidra kennari.

Skráning í síma: 625 8550 | 625 8560
Skráning í tölvupósti: saga@sagastoryhouse.com

Þátttakendur eru hvattir til að kanna styrki hjá stéttarfélögum. Flest stéttarfélög taka þátt í kostnaði vegna námskeiða. Eins geta starfsstaðir kannað styrktarmöguleika inn á vefnum www.attin.is