
Jörð – Við Hvalá
Það er svo gott að liggja í mjúkum mosa.
Mæna upp í himininn og brosa.
Hugsa bara þetta: Rosa, rosa,
rosalega er gott að liggja í mosa.
Þórarinn Eldjárn

Paellu-námskeið hjá Sössu: Veisla fyrir skynfærin
Við erum mættar heim til Sössu vinkonu. Þetta er fyrsta Paellu-námskeiðið hennar. Hún ætlar að sameina það sem hún elskar í einni ljúfri og lærdómsríkri kvöldstund: Fólk og mat, ást og samveru. Og miðlun menningar og þekkingar.

Fegurðin í ófullkomleikanum
Wabi – Sabi. Japönsk fagurfræði. Að skynja frekar en að skilja. Að sjá fegurðina í því lítilláta og hógværa. Að sjá fegurðina í hlutum sem eru hverfulir. Og ófullkomnir. Í hversdagsleikanum.

Endalokin nálgast
Ég veit ekki hvort það er af því að ég er þreytt. Eða af því að ég er svöng. Eða af því að það er allt í einu mjög hlýtt í eldhúsinu. Kannski er ég bara að leita mér að afsökun fyrir upplifun minni. Sannleikurinn er sá að ég get ekki tekið augun af henni. […]